Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1989, Blaðsíða 25

Faxi - 01.03.1989, Blaðsíða 25
 Dagana 26.-29. apríl s.l. var haldið á Suðurnesjum hið svonefnda Polar Cup fyrir árið 1989. Hér var um að ræða meistaramót Norðurlanda, en það fer fram annað hvert ár og þá til skiptis í Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Danmörku og á íslandi. Síðast var því slíkt mót haldið í Reykjavík 1978. Mótið var sett við hátíðlega athöfn í íþróttahúsi Kefla- víkur þriðjudaginn 25. apríl. Keppni hófst síðan þann 26. með leik Noregs og Danmerkur í Njarðvík. Allir leikir mótsins fóru fram hér á Suðumesjum og var leik- ið í íþróttahúsunum í Keflavík, Grindavík og í Njarðvík. Fyrirfram var búist við mestri keppni milli Svía og Finna, en bæði norska og íslenska landsliðið komu vemlega á óvart með góðum leik. Til úrslita á mótinu léku Finnar og Svíar, en Norðmenn og íslendingar léku um þriðja sætið. Báðir þessir leikir fóm fram í íþrótta- húsi Keflavíkur og urðu báðir sögulegir og æsispenn- andi. Norðmenn unnu Íslendinga eftir framlengdan leik með 105 stigum gegn 95 og Svíar unnu Finna eftir tvíframlengdan leik með 92 stigum gegn 89. Að keppninni lokinni hlutu eftirtaldir leikmenn sér- stakar viðurkenningar: Besti leikmaðurinn: Besta vítaskyttan: Stigahæsti leikmaðurinn: Flest fráköst: Flestar stoðsendingar: Haakon Austefjord, Noregi, Kari-Pekka Klinga, Finnl. Haakon Austefjord, Noregi. Pekka Markkanen, Finnl. Jón Kr. Gíslason, íslandi. Þá var einnig valið lið mótsins, svonefnt Nike-lið, því Austurbakki hf., umboð Nike á íslandi hefur gefið skemmtilega gripi til liðsins. Það vom þjálfarar liðanna sem völdu eftirtalda leikmenn í lið mótsins: Örjan Anderson, Svíþjóð. Tfeitur Örlygsson, íslandi. 'Ibrbjörn Geherhe, Svíþjóð. Haakon Austeijord, Noregi. Pekka Markkanen, Finnlandi. Mótið fór hið besta fram og varð aðstandendum, keppendum og íþróttinni til sóma. Fer hér á eftir tafla er sýnir úrslit einstakra leikja og lokastöðu mótsins. HH. Innbyrðis úrslit POLAR CUP 1989 SVE. FIN. NOR. ISL. DENM. SVE. X 924 (2) 101 (2) 93(2) 103 (2) FIN. 89 (0) X 75 (2) 71 (2) 68 (2) NOR. 69 (0) 73 (0) X 105 (2) 85 (2) ISL. 78 (0) 63 (0) 95 (0) X 90(2) DENM. 77 (0) 55 (0) 65 (0) 76(0) X POLAR CUP 1989. Staða. L U T Stigaskor Stig SVE. 4 4 0 389:313 8 FIN. 4 3 1 303:283 6 NOR. 4 2 2 332:336 4 ÍSL. 4 1 3 326:345 2 DENM. 4 0 4 273:346 0 FAXI 101

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.