Faxi - 01.03.1989, Blaðsíða 22
AFMÆLISSÝNING LEKFÉLAGS KEFLAVÍKUR
Við kynntumst fyrst í Keflavík
Leikhópur Leikfélags Keflavíkur ósamt höfundi og leikstjóra. Þau standa í öftustu röó til vinstri.
Leikfélag Keflavíkur setti upp sérstaka leiksýningu í til-
efni af 40 ára afmæli bæjarins og var hún frumsýnd
7. apríl í Félagsbíói. Undirritaður mætti á aðra sýningu
leikhópsins og skemmti sér konunglega. Upphafsljóð
leikritsins er á þessa leið:
Mín kœra Keflavík,
afklœkjum sögð varst rík,
nú er hér bœr, sem okkur öllum er svo kœr.
Landslagið liggur flatt,
lognið það hreyfist hratt,
og regnið hér, það kemur beint í andlit þér.
íþróttir alls konar,
eru hér stundaðar,
einkum þó hlaup, um lífsins gœði og meira kaup.
Búum nú besta sess,
bœnum og verum hress,
syngjum nú hátt, og leikum fram á rauða nátt.
Ó, Keflavík mín kœr,
kölluð varst bitlabœr,
þá var það list, að byrja að œfa í bílskúr fyrst.
Leikfélag líka er,
lijundi í bœnum hér,
menningarþel, góða kvöldið og gjörið svo vel.
„Viö kynntumst fyrst í Keflavík"
er í nokkurs konar revíustíl, þar
sem týnd eru saman brot atvika og
sögubrota úr bæjarlífmu þessi 40 ár.
Höfundur verksins er Omar
Jóhannsson. Ómar sem er fæddur
árið 1951 á Seyðisfirði er uppalinn í
Garðinum, en hefur átt heima í
Keflavík síðan 1975.
Eins og áður sagði eru í revíunni
sýnd ósamstæð brot úr bæjarlífinu
og eru þau tengd saman af sögu-
manni verksins, sem reyndar er
höfundurinn sjálfur. Var greinilegt,
að hinir eldri áhorfendur könnuð-
ust bæði við menn og málefni og
hinir yngri höfðu gaman af að sjá
hlutina í þessu ljósi.
Að halda úti leikfélagi í ekki stærri
bæ en Keflavík hefur ávallt verðið
þrautin þyngri. Ef marka má af
frammistöðu leikaranna í þessari
sýningu, þá ætti framtíð félagsins
að vera tryggð, a.m.k. næstu árin.
bað er allstór hópur sem kemur
fram í sýningunni. Það var nokkur
blanda af reyndum og nýjum leik-
endum og stóðu þeir sig allir með
prýði.
Góður vinur flestra Keflvíkinga á
sjöunda og áttunda áratugnum var
Gvendur þribbi. í gerfi Áma Ólafs-
sonar birtist hann ljóslifandi á leik-
sviöinu í Félagsbíó. Guðmundur
var munnhörpuleikari af lífi og sál
og æðsti draumur hans var að halda
konsert í Félagsbíó. Nú hefur sá
daumur ræst. Leikur Áma í þessu
hlutverki var stórkostlegur.
í revíurini em flutt lög eftir m.a.
Jóhann Helgason og Gunnar Þórð-
arson. Þessilögvom vel fluttafleik-
endum við ágæta texta Ómars.
Hljómsveitin átti sinn þátt í að
skapa hið rétta revíuandrúmsloft.
Hljómsveitina skipa nokkrir ungir
menn og skiluðu þeir hlutverki
sýnu óaðfinnanlega.
Iæikstjóranum, Huldu Ólafsdótt-
ur, hefur hér tekist vel upp í sínu
hlutverki. Leiksviðið í Félagsbíói
var stækkað á skemmtilegan máta
með palli sem nær fram í salinn og
vom innákomur leikaranna ýmist
beint inn á sviðið eða inn á pallinn.
Gaf þetta sýningunni mjög skemmti-
legan svip og var geri á mjög fag-
mannlegan hátt.
Ég vil þakka Iæikfélagi Keflavíkur
fyrir ánægjulega kvöldstund og
vonast til, að hér veröi ekki látið
staðar numiö.
HH.
98 FAXI