Faxi - 01.03.1989, Blaðsíða 39
I’rír œttliðir — Jóhann Guðmundsson, Guðmundur Sigurður Jóhannsson og Guðmundur Halldórsson.
Suðurgötu 1 (gamla læknishúsinu),
þá hluta úr ári að Aðalgötu 14, en
keyptu svo húseign að Hólavegi 10.
Atti Guðmundur þar heimili til ævi-
loka, en hann andaðist 1. janúar
1989 á Sjúkrahúsi Skagfirðinga á
Sauðárkróki.
Guðmundur var í lægra meðallagi
á vöxt, fremur grannholda alla tíð,
ljósskolleitur á hár, en hærðist
snemma, með gráblá augu, fjörleg
og glettnisleg, höfðinglegur í fram-
göngu og bar með sér mikla per-
sónutöfra. Hann var léttleikamaður
lúnn mesti, fjörlegur í öllum hreyf-
ingum, hraustmenni og átti fáa sína
líka að dugnaði og seiglu. Hann var
með afbrigðum lagtækur maður,
svo segja mátti, að allt léki í hönd-
unum á honum, og vandvirkur eftir
því. Á yngri árum fékkst hann
nokkuð við tamningar og þótti tak-
ast vel. Hann var vel greindur og
manna skilningsríkastur, fróðleiks-
fús og bókhneigður og mjög ljóð-
elskur. Kunni hann feiknin öU af
lausavísum og öðrum kveðskap,
sem hann hafði gjaman á hraðbergi.
Hann var söngelskur og músíkalsk-
ur. Var hann einn af fyrstu meðlim-
um Karlakórs Bólstaðarhlíðar-
hrepps og starfaði þar í fjölda ára,
en síðan um langt skeið í Karlakór
Keflavíkur. Á fimmtugsafmælinu
fékk hann orgel að gjöf frá konu
sinni og spilaði oft á það sér og öðr-
um til ánægju.
Guðmundur var félagslyndur og
glaðlyndur og hafði góða kímni-
gáfu. Var jafnan ofarlega í honum
strákurinn, og átti hann létt með að
vekja glaðværð, þannig að fólki leið
vel í návist hans, enda mjög aiúðleg-
ur í allri ffamkomu sinni. Hann var
friðsamur maður og velviljaður,
ákaflega gestrisinn, afar bamgóður
og dýravinur mikill. Hann var til-
finningamaður, þó dult færi, og oft
niðursokkinn í hugsanir sínar.
Hann var geysilegur skapmaður, þó
á því bæri ekki að öllum jafnaði, og
gat verið langrækinn, ef honum
fannst vera gert á hlut sinn að
ósekju, en manna sáttfúsastur, ef
eftir var leitað. Ekki var hann hefni-
gjam en þess kappsamari um að
halda hlut sínum, og munu fáir
menn hafa lagt meiri metnað í að
standa vel fyrir sínu. Einarður var
hann og sagði meiningu sína hisp-
urslaust, hver sem í hlut átti. Guð-
mundur var drengskaparmaður
mikill, stálheiðarlegur í viðskiptum
og stóð hvert hans orð eins og stafur
á bók. Hann var greiðvikinn og
raungóður, vildi hvers manns vanda
leysa og gekk þá oft nær sjálfum sér
en góðu hófi gegndi. T.d. kom það
oft fyrir, að hann vann við bólstmn
langt fram eftir aðfangadegi til þess
eins að geta staðið við gefin lofotð.
Guðmundur varð aldrei auðugur
maður, en vann sig upp úr fátækt til
bjargálna með kappsemi og dugn-
aði. Skólamenntunar naut hann
engrar, utan bamaskóla, og hefði þó
vel mátt komast langt á mennta-
brautinni, hefði hann fengið kost á
að læra, en hann óx við hvert eitt
próf, sem hann gekkst undir í skóla
lífsins. Var hann ágætlega sjálflærð-
ur og mjög víða heima. Hann gaf sig
lítt að félagsmálum, ef ffá em talin
störf hans í karlakómm, en stund-
aði af alhug atvinnu sína og heimili.
í stjómmálum fylgdi hann óhvikull
Framsóknarflokknum, en lét póli-
tíkina aldrei leiða sig út í öfgar eða
btjála dómgreind sína og raunhæft
manngildismat, eins og sumum
hættir til. Hann unni af heilum hug
ættjörð sinni og íslenskri menning-
ararfleifð og var stoltur af því að
vera íslendingur og Norðlendingur.
Hann trúði staðfastlega á Guð og
annað líf.
Síðla árs 1988 fór Guðmundur að
kenna þess sjúkdóms, sem dró
hann til bana, og er ffam í sótti, var
hann orðinn þess fullviss, að þessi
lega yiði hans síðasta. En hann tók
órlögum sínum með þeirri karl-
mennsku og æðruleysi, sem ein-
kenndi líf hans allt.
Klara Lárusdóttir, kona Guð-
mundar, ltfir mann sinn. Hefur hún
rcynst honum dyggur og góður lífs-
fömnautur og stutt hann með ráð-
um og dáð, og ætíð best, þegar mest
lá á. 1 banalegunni sýndi hún hon-
um frábæra ástúð og umhyggjusemi
og hafði hann heima hjá sér í
lengstu lög, þrátt fyrir margs konar
óþægindi og erfiðleika, sem því
fylgdu. En síðustu tvo sólarhring-
anna sem Guðmundur lifði, var
heilsu hans þannig komið að ekki
varð lengur undan því vikist að
leggja hann inn á sjúkrahús.
Klara var á sínum yngri ámm með
glæsilegustu konum, spengileg og
vel vaxin, með mikið dökkjarpt hár,
en gerðist holdug á miðjum aldri.
Hún er velviljuð drengskaparkona,
gestrisin og barngóð, einörð og
hreinskiptin, og hefur aldrei látið
neinn eiga neitt hjá sér. Hún hefur
alla tíð verið skörungur til geðs og
geiðar, fyrirmyndarhúsmóðir og
ötul og samviskusöm í öllum þeim
störfum, sem hún hefur tekið sér
fyrir hendur á lífsleiðinni. Henni
fórust afigreiðslustörf með afbrigð-
um vel úr hendi og var mjög vel liðin
af öllum þeim, sem áttu saman við
hana að sælda á þeim vettvangi,
jafnt samstarfsfólki sem viðskipta-
vinum. Klara er vel gefin og fróð-
leiksfús og trúkona mikil. Á erfið-
um stimdum hefur hún jafnan sótt
styrk og staðfestu í trú á æðri mátt-
arvöld.
Einkasonur þeirra Guðmundar og
Köru er Guðmundur Jöhann(f. 15.
desember 1934 á Sauðarkróki) hús-
gagnabólstrari og hljóðfæraleikari í
Keflavík. Hann er kvæntur Önnu
Þóru Pálsdóttur ffá Alftártungu á
MýTum, og eiga þau þijár upp-
komnar dætur, en áður var Jóhann
trúlofaður Valdísi Marínu Valdi-
marsdóttur, sem nú er búsett að
Newport, Rhode Island í Bandaríkj-
unum, og eignaði með henni tvö
böm. Þá fóstruðu þau Guðmundur
og Klara sonarson sinn, Guðmund
Sigurð Jóhannsson, semjafhan hef-
ur átt heimili hjá þeim. Einnig tóku
þau til sín Sigríði móður Klöru, sem
var þeim báðum mjög kær. Var hún
hjá þeim á þrettánda ár og andaðist
í skjóli þeirra árið 1957. Ennfremur
var lengi á heimili þeirra Fanný Sig-
ríður Lárusdóttir, systir Klöm, sem
nú er háöldmð á Elliheimilinu
Garðvangi í Garði.
Á heimili þeirra Guðmundar og
Klöm var gott að koma, enda var
þar oft gestkvæmt, einkanlega á
þeim árum, sem þau bjuggu í Heið-
arbýli. Þá var ekki síður gaman að
koma á bólstrunarverkstæðið til
Guðmundar, sem aldrei var svo
önnum kafinn að hann gæfi sér ekki
tfma til að rabba við komumenn og
hafði þá gjaman smáskrítlur og
hnittnar stökur á hraðbergi. Þama
skapaðist þægilegt andrúmsloft,
sem mörgum mun enn í fersku
minni. Munu þeir ófáir Suðumesja-
menn af eldri kynslóðinni, sem
nutu handaverka og greiðasemi
Guðmundar Halldórssonar í Heið-
arbýli.
Gudmundur Sigurdur
Jóhannsson.
FAXI 115