Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1989, Blaðsíða 28

Faxi - 01.03.1989, Blaðsíða 28
Skúli Magnússon: Sjóslysaannáll Keílavíkur 29« hluti 1971 V/b Andri ferst n.v. af Garðskaga Að morgni miðvikudagsins 7. apríl, kl. 11.15 barst SVFÍ tilkynning frá v.b. Pétri Guömundssyni BA 10, er þá var staddur vestur af Látrabjargi, um að bátsverjar hefðu heyrt í neyðartalstöð frá mönnum, er væru að yfirgefa skip sitt eða komnir í gúmíbát. Sagðist sá, er tal- aði, sjá til ferða grámálaðs báts. Myndu skipbrotsmenn nú skjóta upp flugeldum og gera vart við sig. Togarinn Harðbakur, er var á veið- um á svonefndum Víkurálsbotni, tuttugu til þrjátíu mílum norðar, heyrði einnig neyðarkallið. Lét hann strax tilkynningarskyldu SVFÍ vita. Starfsmaður tilkynningaskyldunnar kallaði nú upp nærstödd skip og auglýsti í útvarpi, að báts væri sakn- að nálægt Látrabjargi, þó ókunnugt væri hvað hann héti og hvar hann ætti heima. Skilyrði til leitar úr lofti voru þá slæm við Bjargtanga, en bátar hófu strax að svipast um eftir gúmíbát og einhverju er gæfi vís- bendingu um hiö horfna skip. Um kl. 11.40 að morgni þessa dags, tilkynnti Þórður Jónasson EA 350, er þá var staddur fimmtán sjó- mílur norð-vestur af Garðskaga, að hann hefði siglt í gegnum fljótandi brak á sjónum, er virtist úr báti, sem hefði farist þar. En Þórður Jónas- son var einmitt grái báturinn, sem skiþbrotsmenn sáu úr gúmíbátnum. Um svipað leyti komu boð um að engan bát vantaði á Vestfjörðum, en Andri KE 5, hef ði ekki látið heyra í sér, og enginn vissi um ferðir hans frá því snemma um morguninn. Aðeins stuttu síðar fundu skipverj- ar á Þórði Jónassyni, fjóra menn í gúmíbáti. Reyndust þeir vera af Andra. Voru þeir komnir um borð í Þórö Jónasson kl. tólf á hádegi. Um svipað leyti hófst leit að hin- um þremur mönnum, er urðu eftir um borð í Andra. Tóku þátt í henni þrjátíu til fjörutíu bátar, ásamt b.s. Goðanum og gæsluflugvélinni TF- SIF. Veður var gott, fjögur vindstig, ekki mikill sjór, en dumbungur yfir. Við leitina fannst töluvert brak úr Andra, en mennirnir fundust ekki. Stóð leit allt til rökkurs og var hætt um kl. hálf sjö. Hélt Þórður Jónasson þá til Keflavíkur með mennina fjóra, sem björguðust. Þangað kom báturinn kl. 20.15 um kvöldið. Vélbáturinn Andri var nýbyrjaður netaveiðar frá Keflavík. Þegar hann sökk, var hann staddur á hinum venjulegu vertíðarmiöum fimmtán sjómílur norðvestur af skaganum. Var báturinn að leggja að netabauju og skipverjar ætluðu að huga að netunum. Fjórir menn stóðu í stýris- húsi, þ. á m. skipstjórinn, sem trú- lega hefur verið við stýrið. Báturinn var á lítilli ferð. Frammi í lúkar sváfu þrír menn, og biðu þess að verða vaktir innan stundar, er netin skyldu dregin. Lúkarskappinn var opinn, en lestarhlerar lausir I lúgugatinu, til að auðveldara væri að koma fiskin- um niöur I lestina. Þá skyndilega gerðist hiö óvænta, en þó algenga á sjó, að alda reis upp og gekk inn yfir bátinn stjórnborðsmegin. Foss- aði sjórinn um leið niður í opna lest- ina, og á sekúndubroti hallaðist bát- urinn um fjörutíu til fjörutíu og fimm gráður á bakboröa. Skipverjar I stýrishúsi sáu á svipstundu hvað myndi gerast, hentust út og upp á stýrishúsið, sem var nýlagt úr málmi, en án handriða. Náðu gúmí- bátnum úr töskunni og vörpuðu honum í sjóinn. Með leifturhraða kipptu þeir í lifaug björgunarbáts- ins, hann var einasta von þeirra, því reið á að hann væri óskemmdur. Báturinn blés sig óðar í sundur og mennirnir stukku um borð. Á þessu örstutta augnabliki náði skipstjóri að kalla til hinna sofandi manna frammi í lúkar, en um leið og hann var kominn um borð í gúmíbátinn, gekk önnur alda yfir Andra, sem fyllti lestina og hvolfdi bátnum. Fé- lagarnir í lúkarnum vöknuðu ekki og komust því ekki upp úr bátnum. Er þetta gerðist var klukkan 10.20 til 10.30 að morgni miðvikudagsins 7. apríl. Fjöldi báta var á víð og dreif á þessu veiðisvæði, en enginn þeirra veitti atburðinum athygli. Svo snögglega skiþti þarna um á milli lífs og dauða. Ekki var unnt að senda út neyðarkall. Veður var gott og tæplega hafa f jörmenningarnir í stýrishúsinu búist við slíkum áföll- um inn yfir bátinn. Þeir, sem björguðust hétu: Jónas Þórarinsson, skipstjóri, Jón Sig- urðsson, Örlygur Þorkelsson og Örn Einarsson. Þremenningarnir sem drukknuðu, hétu: 1. Jóhannes Örn Jóhannesson, matsveinn. Fæddur 1948. Bjó í Reykjavík. Kvæntur. Lét eftirsig tvö börn. 2. Gísli Kristjánsson, háseti. Fæddur 1950. Lét eftirsig unnustu. 3. Garðar Kristinnsson, háseti. Fæddur 1955. Bjó í Höfnum. Vélbáturinn Andri var smíðaður úr eik á Fáskrúðsfirði 1947. Hann var þrjátíu og átta lestir að stærð. Hann var lengst af geröur út frá Keflavík. Eigendur hans voru þá: Guðmundur Kr. Guðmundsson, er var skipstjóri, Sigurjón Helgason, Þorkell Indriðason og Loftur Páls- son. Guðmundur var með Andra, allt þar til hann fluttist úr Keflavík, líklega 1964. Var báturinn þáseldur Magnúsi og Jónasi Þórarinssonum, en Jónas var síðast með bátinn. Magnús og Jónas létu setja nýtt stýrishús á bátinn. En það fór hon- um ekki eins vel og hið gamla. Það var úr timbri, með rauöu skyggni uppi yfir gluggum að framan, og yfir kýraugum aftan til. Gluggar og kýr- augu voru rauðir, húsið sjálft og bát- urinn hvítmálaður. En rauð rönd neðst við borðstokk að utanverðu. Fleiri bátar voru smfðaðir eftir sömu teikningu og Andri og fóru I ýmsar verstöðvar. Þóttu þessir bátar ný- tískulegir og ágætlega búnir á þessum árum, enda smíðaðir á uppgangstímum, rétt eftir stríð. Andri var einn af fyrstu mótorbát- unum, sem annálshöfundur kom niður í. Ferðirnar þar niður í lúkarinn voru talsvert ævintýri fyrir ungan dreng, sem hélt sig við sjóinn flesta daga, er færi gafst. Ég man enn eft- ir þykku kaffikönnunum, með grænu röndunum, á þríhyrnda Afmælismars ’89 Keflavíkurbær 40 ára Á hátíðarstundu, hefjum Ijóð og lag góð öll í lundu gleðjumst hér í dag. Fmmtíðin bmsir björt við mér og þér býður okkur allt í bœnum hér. Bœrinn við hafið býður velkominn glitmr á bergið, gárast fiörðurinn. Fjallasýn lokkar, frjáls og engu lík byggðin okkar, - besta Kefiavík. Lag og ljóð: Siguróli Geirsson. Samið 1 tilefni af 40 ára afmæli Keflavíkurbæjar. Frumflutt á afmælishátíð 1. aprfl.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.