Faxi

Árgangur

Faxi - 01.03.1989, Blaðsíða 10

Faxi - 01.03.1989, Blaðsíða 10
Samband sveitarfélaga á Suðumesjiun og Atvmnuþróunarfélag Suðumesja M. gengust fyrir ráðstefnu um atvinnumál þann 25. febrúar síðastliðinn undir yfírskiiftmni: KEFLAVÍKURFLU GVÖLLUR I ALÞ J OÐALEIÐ! GEFUR ÞAÐ MÖGULEIKA TIL ATVINNUUPPBYGGIN GAR? Tildrög ráðsteínunnar eru annars vegar slæmt ástand í atvinnumálum sem dregið hefur þrótt og vaxtarbrodd úr fýrirtækjum og heilum atvinnugreinum og hins vegar fólksfjölgun á Suðumesjum sem krefst nýrra atvinnutækifæra. EB 1992 Evrópubandalagið verður óðfluga stærsta markaðsheild veraldar. EB er nú stærsti viðskiptamarkaður okkar íslendinga og því er okkur nauðsynlegt að leita eftir samning- um um viðskipti okkar og EB-þjóð- anna, þegar þær í árslok 1992 af- nema öll innbyrðis landamæri og gerast ein viðskiptaheild. Aðgerðir stjómvalda Til umfjöllunar er nú frumvarp um auknar heimildir til að flytja er- lent fjármagn til atvinnufyrirtækja í formi skammtfmalána. Einnig tek- ur ísland nú þátt í umræðum um þessi mál á vegum Norðurlanda- ráðs. Frelsi á að ríkja í viðskiptum okkar við aðrar þjóðir. Sem skref í þá átt þarf að afhema fleiri höft á fjár- magnaviðskiptum en hér er vikið að. Einnig þarf að búa svo um hnút- ana að fyrirtæki og sjóðir atvinnu- lífsins haS frclsi til lántöku erlendis til langs tíma. Á sama hátt þarf að ríkja frelsi til eignaraðildar, í sum- um tilvikum meirihlutaeignar er- lendra aðila í fyrirtækjum hér á landi. Hagstœð lega íslands ísland er miðsvæðis milli megin- landa Evrópu og Ameríku, og er auk þess það Evrópuland sem á hvað styst til Japans og þar með til Asíu. í Japan er mjög mikil fiskneysla svo og umfangsmiklar fiskveiðar. Neytendamarkaður er þar fyrir gíf- urlegt magn sjávarafurða og mikla fjölbreytni í afurðum. ísland hefur til þessa verið mjög lítill aðili á þessum markaði, en hef- ur nú vaxtarmöguleika einkum ef okkur tekst að nýta fleiri fiskstofna og skeldýr en við hingað til höfum gert. Hvað varðar fiskeldisafurðir eigum við einnig sölumöguleika á þessum markaði. Aukin þátttaka íslendinga á Jap- ansmarkaði ætti því að geta leitt til viðskipta á fleiri sviðum, t.d. þar sem við höfum tækniþekkingu um- fram aðrar þjóðir á sviði fiskveiða og fiskvinnslu og á sviði jarðhitavirkj- unar svo einhver dæmi séu nefhd. KeflavíkurflugvöUur - Flughöfh Við Keflavíkurflugvöll eru góð tækifæri til að stunda fullvinnslu sjávarafurða enda í næsta nágrenni við fiskihafnir. Einnig er ávinningur að vera í nágrenni við afskipunar- höfii flugflutninganna. Þar má því vinna afurðir úr hráefnum sem safiia má saman af stórum svæðum, eða að safha framleiðslu af öðrum landshlutum til endanlegrar flokk- unar, pökkunar og afskipunar til út- flutnings um flughöfnina. Fiskeldisafurðir okkar eru enn sem komið er lítil hluti af okkar út- flutningstekjum. Stórhuga fyrirætl- anir eru þó hjá fiskeldismönnum og því von á auknum flugflutningum til markaðanna í austri og beggja vegna Atlantshafs. Ljóst má vera að uppbygging hent- ugrar kæligeymslu í nágrenni Leifs- stöðvar mun bæta starfsaðstöðu þeirra sem stunda fiskútflutning með flugi og einnig getur það skipt sköpum fyrir væntanlegt markaðs- og sölustarf á eldri sem nýjum mörkuðum. Fríiðnaðarsvœði við Keflavíkurflugvöll Geta verður þess sem fram hefur komið í niðurstöðum skýrslu Byggðastofiiunar um Frfiðnaðar- svæði á Suðumesjum, og sem nefht var á ráðstefhunni, að við bjóðum ekki það sem ýmsir framleiðendur sækjast venjulega eftir á slíkum svæðum, þ.e.a.s. ódýrt vinnuafl eða skattffíðindi. Einnig var bent á að reynsla af frfiðnaðarsvæðum hefur verið mjög misjöfn. Hefðbundið 86 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.