Faxi - 01.12.2000, Síða 22
FAXI 60 ARA
í MINNINGU VALTÝS GUðJÓNSSONAR OG JÓNS TÓMASSONAR
I.
Sagt er að árið 1930 hafi aðeins ver-
ið tveir réttlátir framsóknarmenn til í
Keflavik. Það voru þeir Arinbjöm Þor-
vaiðarson og Jón Gunnarsson Pálsson.
Um svipað leyti eða skömmu síðar sett-
ist Daníval Danívalsson að í Keflavík
og allt er þá þrennt er.
Arið 1931 hóf ungur kennari störf í
Keflavík, Valtýr Guðjónsson (f. 1910-
d. 1994) og kenndi hann síðan um ára-
bil en sneri sér að öðmm törfum með
vaxandi byggð.
Valtýr var einn af stofnendum
blaðsins Faxa sem hóf göngu sína síðla
árs 1940. Hann varð um leið fyrsti
ábyrgðarmaður blaðsins við stofnun
þess. Valtýr var í eðli sínu hneigður til
ritstarfa og ljóðagerðarenda fagurkeri í
sál og sinni, en sinnti því þó minna en
efni stóðu til. A árunum fram að seinni
heimstyrjöld stjómaði hann um skað
karlakór, en lagði frá sér sprotann að
mestu leyti við upphaf stríðsins 1940.
Greinar Valtýs í Faxa bera þessum
listræna hrynjanda merki í stíl og
máli. Valtýr bjó sjálfur yfir ríkri kímni,
sem einatt birtist í dagfari hans. Sú
kímnigáfa ásamt ágætu innsæi hans á
ritað mál átti ekki síst þátt í því, hve
snemma hann tók ástfóstri við verk
Halldórs Laxness, löngu áður en hann
hlaut Nóbelsverðlaunin 1955.
Fagurgrænn uppmni Valtýs glapti
honum ekki sýn á hina nýstárlegu
kímni Halldórs, en það vaið varla sagt
um alla liðsmenn Jónasar Jónssonar
frá Hriflu á þeim ámm.
Kímnigáfa Valtýs auðveldaði hon-
um mannleg samskipti og hún vaið úl
þess meðal annars að fleyta honum
upp í það forystusæti hjá framsóknar-
mönnum sem hann skipaði um árabil.
Löngu seinni, þegar ég á árabilinu
1981-1987 var tengdur Fjölbrauta-
skólanum, sagði Valtýr við mig eitt
sinn er við ræddum saman um liðin ár.
„Ég reyndi að liðsinna fólki eins og ég
gat.“ Enda vom þeir margir sem leit-
uðu liðsinnis Valtýs.
Valtýr var mikill tilfinningamaður
og gamall nemandi hans úr skólanum
70 FAXI
Jón Tómasson
við Skólaveg sagði mér, að þegar Valtý
hitnaði í hamsi, hafi hárið á höfði hans
risið eins og kambur á hana. Annars
hafði Valtýr ágætt lag á krökkunum og
lempaði spennuna með kímni sinni og
stillingu.
En Valtýr var líka gæddur innsæi í
heim talna og bókhalds og sýsl með
útreikninga og skikkun talna í dálka,
varð síðan ævistarf hans með einum og
öðrum hætti eftir að hann hætti
kennslu.
Þessir hæfileikar hans komu honum
að góðum notum á skákborði bæjar-
mála í Keflavík, er hann hóf afskipti
af þeim við kosningar til hreppsnefnd-
ar 1946. Fram til 1954 starfaði flokkur
hans með alþýðuflokksmönnum undir
forustu Ragnars Guðleifssonar, en
þeim Valtý og alþýðuflokksmönnum
samdi misjafnlega enda voru Ragnar
og Valtýr ólíkir að ýmsu leyti. Valtý
gekk til að mynda betur á margan hátt
að vinna með sjálfstæðismönnum að
hann sagði mér sjálfur. Við kosning-
arnar 1954 vaið Valtýr í oddaaðstöðu
og gekk þá til liðs við sjálfstæðismenn
gegn því að fá stól bæjarstjóra næstu
fjögur árin. Sumir segja að Valtýr sé
besti bæjarstjóri sem setið hafi í Kefla-
vík.
Valtýr var neftóbaksmaður á ís-
lenska vísu og bauð hann mér stund-
um í nefið þegar við ræddum saman í
Fjölbrautaskólanum. Aðallega stafaði
Valtýr Guðjónsson
sú gestrisni hans þó af stríðni við mig,
mann sem þoldi ekki nokkurt korn í
nefið. Það vissi Valtýr. Sótti ég þá ávís-
anir til Valtýs en bar um leið upp við
hann spumingar um bæjarmálin, Faxa
eða vandamál tengd kveðskap og leit-
aði álits hans á einstökum höfundum.
Hann tók þá stundum allhressilega í
nefið svo tóbakið gusaðist í allar áttir.
Um það bil þegar ég kvaddi hann
dró hann upp rauðköflóttan klút og
snýtti sér. En silfurdósin var jafnan á
skrifborðinu innan seilingar við hlið vel
yddaðs blýants, sem hann tók upp og
hélt áfram að reikna.
Valtýr var alla tíð kappsamur við
störf sín, þaulsetinn við skrifboiðið í
Fjölbrautaskólanum og reiknaði næst-
um allt með blýanti. Oft loguðu ljós í
skrifstofu hans í skólanum langt fram
eftir kvöldi, löngu eftir að aðrir vom
famir eða vom í fríi.
n.
Á þessum ámm, 1981-1987, var
Jón Tómasson ritstjóri Faxa. Sá tími
má ef til vill kallast annað blómaskeið
í sögu Faxa. Hið lyrra var tímabil
Hallgríms Th. Bjömssonar, sem rit-
stýrði blaðinu frá því fyrir 1950 og
fram til ársins 1972.
Árin 1940-1950 vom mótunarár
blaðsins og Jón fylgdi að mörgu stefnu
þeirra ára í efnisvali og lesendum
gast oftast vel að, svo blaðið vaið vin-
sælt. Magnús Gíslason, sem ritstýrði
Faxa 1972-1979, fór aðrar leiðir, sem
gáfust misjafnlega og ekki var laust
við að gamlir velunnarar blaðsins glöt-
uðu tengslum við það.
III.
Jón Tómasson (f. 1914 - d. 1996)
var andstæður Valtý Guðjónssyni á
ýmsan hátt, þótt margt ættu þeir sam-
eiginlegt. Uppmni þeirra var t.d. ólík-
ur. Jón var framan af ævi sjómaður,
vélstjóri í Grindavík enda þótt hann
ælist að mestu upp í Keflavík. Al
minnsta kosti mundi Ólafur frá Litla-
Hólmi eftir því að foreldrar Jóns höfðu
af einhverjum ástæðum komið honum
í tímabundna dvöl hjá Einari kop-
arsmið Einarssyni og Guðrúnu ráðs-
konu hans á Klapparstíg, þegar Jón
var komungur, líklega strax 1914-
1915. Eftir þessu hefur verið náin vin-
átta á milli foreldra Jóns,
þeirraTómasar Snorrasonar skóla-
stjóra og Jómnnar konu hans og kop-
arsmiðsins og ráðskonu hans.
Jón slasaðist svo alvarlega á hendi
þegar hann var á báti í Grindavík, að
hann bar þess merki alla ævi, eftir
mistök sem læknir gerði, sem bjó um
meiðslin. Jón stundaði þó nám í Sam-
vinnuskólanum og varð síðan sím-
stöðvarstjóri í Keflavík 1940 - 1977.
Jón skrifaði mikið í Faxa á stríðsár-
unum og oft síðar, en mest á meðan
hann var ritstjóri blaðsins 1979-1987.
Á fyrri ámm tók Jón líka fjölda ljós-
mynda sem margar birtust í Faxa fram
undir 1960 og síðar sem ritstjóri tók
hann iðulega sjálfur myndir í blaðið.
Raunar var Jón einn helsti fréttaljós-
myndari á Suðumesjum á ámnum lil
1960 og birtust myndir hans víða í
blöðum og urðu sumar þjóðkunnar.
Við Jón Tómasson hafði ég allmikil
samskipti og á ég mjög góðar minn-
ingar um þau. Jón var afar kappsamur
og bar alla tíð hag blaðsins mjög fyrir
brjósti. Hann sýndi það oft hve mikils
hann mat það sem aðrir unnu í þágu
þess. Þannig hringdi hann iðulega í
mig að fyrra bragði íyrirhverjól og