Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2000, Síða 27

Faxi - 01.12.2000, Síða 27
FAXl JÓLÁItliAII 20011 Sleitulaust í 60 ár Faxi hefur nú komið út sleitulaust í 60 ár. Fyrsta blaðið mun hafa litið dagsins Ijós þann 21.desember 1940, í skugga stríðsástands í Evrópu og margvíslegra erfiðleika hér heima á Fróni. Það var Valtýr Guðjónsson, síðarheiðursborgari Keflavíkurbæjar, sem fylgdi blaðinu úr hlaði. Markmið ffumherjanna í Mál- fundafélaginu Faxa voru skýr, en fé- lagið hafði starfað í eitt ár og vildu þess- ir eldhugar upplýsa Suðumesjamenn um þau mörgu menningar- og fram- faramál sem í raun var verið að vinna að á Suðumesjum, blaðið skyldi vera upp- lýsandi og ópólitískt. Síðan þá hefur Faxi verið ótæmandi sagnabrunnur um málefni okkar og mikilvæg heimild síðari tíma sagnaritunar. Þegar ég fæðist á Sjúkrahúsi Kefla- víkur og er að slíta bamsskónum á Sól- vallagötu 2, þar sem nú er Bókabúð Keflavíkur var Faxi orðinn stálpaður unglingur. Umhverfið var þá talsvert annað við Tjarnargötutorg, lítil og lágreist hús þar sem nú em aðalstöðvar Sparisjóð Keflavíkur og Reykjanes- Skúli Þ Skúlason bæjar svo dæmi sé tekið. Fyrstu kynni mín af Faxa, eins og svo margra krak- ka í Keflavík, var í gegnum sölu blaðs- ins. Við krakkamir höfðum svo sern engan sérstakan áhuga á innihaldi blaðsins á þessum tíma. Umbunin vom sölulaunin sem oftar en ekki enduðu í Kristínarbúð. Trú blaðstjómar við upp- mna sinn kenndi mér síðar að meta mikilvægi Faxa. Umfjöllun um skóla- málin, æskulýðsmálin, sveitarstjómar- málin, frásagnir af fólki og merkileg- um viðburðunr hafa hjálpað lil að gera okkur stolt og áhugasömum um það samfélag sern við eigurn rætur í. Sjálfsagt er það erfitt í því „tjöl- miðlafári" sem einkennir nútímann að halda úti tímariti eins og Faxa, sem lík- lega er orðið eitt elsta tímarit landsins. Þó hafa fastir liðir eins og rnyndir af feiTningarbömum og útskriftamemum Fjölbrautaskólans ávallt vakið eftir- væntingu og sjálfsagt á hlutlaus um- fjöllun blaðsins um samtímann ein- hvern þátt í því að blaðið hefúr haldið velli og á vonandi effir að gera um ókomna tíð. Á þessum tímamótum færi ég Faxa- félögum, sem í gegnum áiin hafa veiið leiðtogar úr ólíkunr áttum, bestu kveðj- ur, mér er ofarlega í huga þakklæti til þeirra fyiir elju og úthald við að skerpa á samkennd í samfélagi okkar hér suð- ur með sjó. Skúli Þ Skúlason Breytingar í Bílakringlunni Bílanaust í Keflavík Nú nýlega hafa orðið töluverðar breytingar á rekstri Bílakringlunnar. Bflabúðin ehf, sem varð til fyrir tveimur ámm við sameiningu varahlutaverslunar Stapafells og varahlutaverslunar BG Bflakringlunnar ehf hefur nú selt varahlutaverslunina til Bílanausts ehl. Bflanaust er gamalgróið og landsþekkl fyrirtæki sem hefur á undanfórnum árum opnað útibú víða urn landið. Er ekki vafi á því að hin glæislega varahluta- verslun í Keflavík sómir sér vel í Bílanaustskeðjunni. Hjólbarða- og þjónustuverkstæði Bflabúðin ehf rekur áfram þjónustuverkstæði og hef- ur nú keypt Hjólbarðaverkstæði BG Bflakringlunnar ehf. Hjólbarða- og þjónustuverkstæðið er með þjón- ustuumboð fýrir Renault, BMW, Huyndai, Suzuki, Kia, Musso og Daewo en býður jafnframt uppá þjón- ustu við allar aðrai' gerðir bifreiða. Hjólbarðaverkstæðið annast allar hjólbarðavðgerðir og þar em einnig hjól- barðar til sölu. Þvottastöðin Bónco BG Bílakringlan ehf rekur þvottstöðina Bónco og býður bæði uppá þjónustu við þvott, bónun og þrif á bflum. Þar er jafnframt rekin svokölluð sjálfsþjón- ustu, þ.e.viðskipta-vinurinn getur valið um hvoil hann lætur þvottastöðina sjá um að gera bflinn fínan eða sjá urn verkið sjálfur. I þvottastöðinni er góð aðstaða í hlýju og björtu húsnæði. Bílaleiga BG I Bílakringlunni er einnig rekin bflaleiga þar sern hægt er að leigja bfl á góðu veiði. HH Það er bjart og hlýtt inni hjá Bonco, þótt úti sé snjómugga. Ljósm. Faxi/HH. FAXI 75

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.