Faxi - 01.12.2000, Síða 36
Jórunn Tómasdóttir
Verkefnisstjóri Evrópsks tungumólaórs 2001
Evrópskt tungumálaár 2001
Evrópuráðið og Evrópusam-
bandið standa sameiginiega
að undirbúningi og skipu-
lagningu Evrópsks tungumálaárs
2001. ísland er eitt þátttökulanda.
Markmið tungumálaársins er að
vekja athygli á fjölbreytni tungu-
mála og menningar í Evrópu, vinna
að fjöltyngi Evrópubúa og stuðla að
símenntun á sviði tungumála. ís-
lensk landsnefnd fyrir tungumála-
árið var skipuð í febrúar og er henni
m.a. ætlað að gera tillögur að dag-
skrá og aðgerðum hér á landi. í
nefndinni eiga sæti fulltrúar
menntamálaráðuneytisins, Sam-
taka tungumálakennara á Islandi,
samstarfsnefndar háskólastigsins,
Islenskrar málnefndar og Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga.
Landsnefndin hefur ákveðiðaðlegg-
ja áherslu á kennslu bæði erlendra
tungumála og íslensku á tungu-
málaári auk táknmáls.
Aðgerðum og dagskrá Evrópsks
tungumálaárs 2001 er fyrst og fremst
ætlað að höfða til almennings. Stefnt er
að því að örva áhuga jafnt fullorðinna
sem ungs fólks á að læra ný tungumál,
hvetja þá til að auka ijölbreytileika í
tungumálanámi sínu og kynnast nýj-
um menningarheimum þannig að þeir
verði hæfari bæði heima og erlendis
með tilliti til atvinnu, tómstunda og
menningarlæsis.
Aðild íslands mun felast í þátttöku í
samevrópskum sem og innlendum að-
gerðum. Opnunarathöfn Evrópsks
tungumálaárs verður í Lundi í Svíþjóð
dagana 18.-20. febrúar 2001 en loka-
athöfnin verður haldin í Brussel í des-
ember. Evrópsk vika tungumála-
náms innan fullorðinsfræðslu stendur
frá 5.-ll.maí og Evrópskur tungu-
máladagur verður haldinn 26. septem-
ber. Einnig kemur margt fleira til s.s.
útgáfa handbókar fyrir tungumála-
nemendur, sameiginlegt merki og
slagoið.
Það er ljóst að ísland mun veiða
virkur þátttakandi í ofannefndum
dagskrárliðum.
Innlend dagskrá er enn í mótun og
ýmsar hugmyndir hafa komið ffarn hjá
landsnefndinni. Rætt hefur verið um
að tengja árlega viðbuiði hérlendis á
sviði tungumála, s.s. upplestrarkeppni
grunnskólanna, frönsku ljóðasam-
keppnina, þýskuþrautina og Dag ís-
lenskrar tungu Evrópsku tungumála-
ári 2001. Viðurkenning fyrir nýbreytni
í tungumálakennslu, Evrópumerkið,
(European Label) verður veitt á árinu.
Ráðgert er að halda ráðstefnu um
tungutækni og einnig er áætlað að
halda málþing um stefnur og strauma
í tungumálakennslu og þörfina fyrir
tungumálakunnáttu í atvinnulífinu. í
maí verður haldin samnorræn ráð-
stefna þar sem fjallað verður um noið-
urlandamálin sem erlend og önnur
mál. Komið hefur fram hugmynd um
útgáfu bæklings um sögu og stöðu ís-
lensks máls sem dreift yrði til erlendra
aðila. Leitast verður við að virkja fjöl-
miðla þannig að þeir fjalli meira en
gert hefur verið um mikilvægi jjess að
kunna tungumál. Gert er ráð fyrir að
opnunarhátíð tungumálaársins veiði
hér um mánaðamót janúar og febrúar.
Framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins veitir styrki til verkefna á
tungumálalárinu og birtist auglýsing
þess efnis í Morgunblaðinu í septem-
ber síðastliðnum. Styrkupphæðin getur
orðið mest 50% af styrkbærum heild-
arkostnaði við verkefnið og nema upp-
hæðir frá krónum 700.000 -
7.000.000. Reiknað er með að veita
styrki til u.þ.b. samtals 150 verkefna í
þátttökulöndunum. Þeir sem geta sótt
um styrki eru mennta- og menningar-
stofnanir, stofnanir og samtök á veg-
um bæjar- og sveitarstjórna, frjáls fé-
lagasamtök, rannsóknastofnanir, aðil-
ar vinnumarkaðarins og fyrirtæki.
Fyrri umsóknafrestur rann út 2. októ-
ber en sá síðari er til 15. febrúar 2001.
Eg vil að lokum hvetja alla þá sem
koma að tungumálakennslu til aðgeiða
sem gætu orðið hluti innlendrar dag-
skrár á Evrópsku tungumálaári 2001.
Þeir fengju afnot af samevrópsku
merki ársins og slagorði. Það væri t.d.
tilvalið fyrir skólana að nýta þemavik-
ur og opna daga í þágu kennslu og
náms í tungumálum. Þeir sem hafa
áhuga geta fengið allar nánari upplýs-
ingar hjá Jórunni Tómasdóttur, verk-
efnisstjóra Evrópsks tungumálaárs
2001, netfang: jorunn.tomasdott-
ir@mrn.stjr.is og hjá Maríu. Gunn-
laugsdóttur, deildarsérfræðingi í
menntamálaráðuneytinu, netfang:
maria.gunnlaugsdottir@mrn.stjr.is
Einnig er bent á heimasíðu mennta-
málaráðuneytisins þar sem er að finna
upplýsingar um tungumálaárið.
Vetrardekk í úrvali
Önnumst einnig allar bílaviðgerðir.
Vanir menn, vönduð vinna.
Sími:
Kristmundur Árnason, Guðleifur Guðmundsson, Marinó Adolfsson
421
4650
421-4610
84 FAXI