Faxi

Volume

Faxi - 01.12.2006, Page 23

Faxi - 01.12.2006, Page 23
Ég man sem barn hve sætt mig jólin seiddu og sælar kenndir fram í hugann leiddu. Ég undi mér hjá litlum kertaljósum og lagði þau að gluggans hélurósum. Og ennþá smáu kertaljósin lýsa og leiðina til helgidómsins vísa. En ef við þræðum gamla þrönga götu, við getum fundið lítið barn í jötu. Hver sem verður vegarstjarna okkar, vitundin um jólabarnið lokkar. Þá er eins og margur maður finni, hve mikið barn hann er í vitund sinni. Ef birtan nær til hugans lægstu hreysa, mun hjartans köldu fjötra taka að leysa. Forsæiunnar börn sem fundu ei veginn, finna líka ylinn sólarmegin. Ég bið þess enn að kertaljós mér lýsi og leiðina til helgidómsins vísi. En ef ég lendi á allsnægtanna götu, má ekki gleymast lítið bam í jötu. Ég hlakka enn til helgra jólatíða, því hér má ennþá frostrósirnar þíða. En kannske verður lítið Ijós í glugga leiðarstjama þess er ég vil hugga. Þá bið ég þess að litla kertið lýsi og leiðina til birtu og yls það vísi. Hélukalda kristalsrósin fríða kælir aldrei jólaljósið blíða. Ljódið er úr nýútkominni Ijóðabók Sigfúsar Kristjánssonar "Föndrað í línum. ” VHttULÝÐS-OC SJÓMANNAFÉLAG KSFUIVÍKUR Skrifstofa félagsins er að Hafnargötu 80. Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 9-16, föstudaga kl. 9-15. Eindagi orkureikninga er 15. hvers mánaðar. Látið orkureikninginn hafa forgang W\ WTMCm nnvmisM FAXI 23

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.