Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.2006, Side 28

Faxi - 01.12.2006, Side 28
,, Þessi mynd er svo lifandi og raunveruleg að það er engu líkara en Aki hafi verið viðstaddur kristnitökuna á Þingvöllum árið 1000," sagði einn af viómœlendum Faxa um þetta málverk. um að svæðið yrði fært í sitt gamla horf. Það var farið að hrynja úr hamrinum og með góðri hjálp Sigurjóns Helgasonar og Aðalverktaka sem ætíð hafa haft góðan skilning á því sem betur má fara í Reykjanesbæ hefur nokkrum fallegum steinum verið lyft úr fjörunni og prýða staðinn. Eg sé íyrir mér að þarna geti aftur verið friðsælt útivistarsvæði á fallegum stað við sjóinn. Kólumbus og Bjarni Herjúlfsson Fyrir nokkrum árum málaði Áki mynd af Kristófer Kólumbusi og hefur hún vakið athygl- is erlendis en er lítt þekkt hérlendis. Myndin hangir upp í safnaðarheimilinu á Ingjaldshóli. Samkvæmt gömlum íslenskum sögnum sigldi Kristófer Kólumbus frá Bristol á Englandi til Islands þar sem hann dvaldi á Ingjaldshóli Snæfellsnesi veturinn 1477 til að kynna sér siglingasögu Víkinganna um lönd vestur af Islandi. Hann hafði heyrt sagnir hafðar eftir íslenskum mönnum í Bristol. „Eins og þetta snýr að okkur,” segir Áki, „þá var íslenski sjómaðurinn og bóndasonurinn frá Drepstokki við Eyrarbakka, Bjami Herjúlfsson, sem fyrst- ur fann Ameríku fimm öldum á undan Kól- umbusi. Faðir Bjarna var Herjúlfur Bárðarson og móðir hans Þorgerður þau hjón sigldu með Eiríki rauða til Grænlands og byggðu Herj- ólfsnes syðst á landinu. Til gamans má geta að Herjúlfur Bárðarson á Drepstokki var son- arsonur Herjúlfs frænda og fóstbróður Ing- ólfs Amarsonar sem fékk land í Vogi (Hafn- arhreppi). Við gamla Kirkjuvog eru ókannaðar rústir en þessi leið er að komast í vegasamband nú á þessu ári.” - etj. 28 FAXI

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.