Frjáls verslun - 01.08.2004, Page 13
Sensa er jafnframt eina fypirtækið á íslandi sem er me3 þessa
vottun. „Það er mikil viðurkenning fyrir okkur að ná þessari stöðu, en
þessi faggilding er veitt eftir úttekt, þar sem uppfylla þarf ströng
skilyrði er snúa meðal annars að faglegri þekkingu, skilningi og
framsetningu net- og samskiptalausna, þjónustuviðbrögðum og hæfni
í úrlausnum vandamála. Alla þessa þætti uppfyllti starfsfólk Sensa
með miklum sóma."
Björt framtíö
Sensa hefur verið rekið með hagnaði frá stofnun og telur Valgerður
það að sérhæfa fyrirtækið í samskiptalausnum og halda fast í
sérhæfinguna vera einn af hornsteinum góðs árangurs. Annað sem
skiptir máli er að viðskiptavinirnir hafa skilning á mikilvægi nútíma
samskiptatækni í samkeppnisumhverfinu. Meðal viðskiptavina Sensa
eru fjölmörg fyrirtæki úr fjármálageiranum og má þar m.a. nefna
Landsbankann og KB-banka, einnig eru þar stórfyrirtæki eins og
Orkuveita Reykjavíkur, Landsvirkjun og stofnanir eins og Landspítali
- háskólasjúkrahús og utanríkisráðuneytið. Þá má ekki gleyma að einn
af veigamestu hornsteinum velgengninnar er sérlega hæft og reynt
starfsfólk sem hefur yfirgripsmikla þekkingu og skilning á því hvað þarf
til að þjóna viðskiptavininum.
Veltan hjá Sensa hefur aukist ár frá ári og stefnir í rúma tvöföldun
milli ára eða yfir 400 milljónir á þessu ári. „Velta er þó ekki markmið út
af fyrir sig, heldur að fyrirtækið skili ávöxtun sem síðan endurspeglast
í enn betri þjónustu við viðskiptavini."
Enn fremur segir Valgerður að það skipti miklu máli um framþróun í
þessari tækni og aðferðafræði við að innleiða hana og nýta, að þekking
á lausnunum sé sem víðast. Til að svo megi vera rekur Sensa ehf.
fræðslusetur fyrir tæknimenn fyrirtækja og stofnana.
„Framtíðin er björt, við erum að upplifa gríðarlega skemmtilega tíma
og verkefni á okkar sviði. Gagnvirk samskipti yfir net með mynd og tali
er orðið að veruleika og ég held við höfum ekki nema rétt séð toppinn
á ísjakanum varðandi möguleika í rafrænum samskiptum, Það eru því
forréttindi að vera framkvæmdastjóri Sensa þar sem starfsandinn
er frábær, umhyggja fyrir viðskiptavinum og samstíga hópur," segir
Valgerður að lokum. Bll
s e n a
Þekkingarhús netiausna
Sensa ehf. ■ Sími 414 1400 ■ Fax 414 1440
Lynghálsi 4-110 Reykjavík
Haukur Þórðarson að störfum.
Kristján Úlafur Eðuarðsson, Guðmundur Þór Jóhannsson og Sigurður
Magnús Jónsson starfa hjá Sensa að Lynghálsi 4.
Hrafnkell Tulinius og
Ólafur Jóhann Ólafsson
á fjarfundi.
Motro I thorrtwt: ttf concwpt