Frjáls verslun - 01.08.2004, Page 40
SKÝRINGAR
300
stærst
(10) SÍLDARVINNSLAN
Veltuaukning Síldarvinnslunnar stafar af sameiningu félags-
ins viö SR-mjöl.
(11) ÍSLANDSFLUG
Veltuaukning íslandsflugs kemur til af stórauknum umsvifum
erlendis. Um er aö ræða innri vöxt fyrirtækisins.
(12) NORÐURLJÓS
Uppstokkunin á Norðurljósum var ekki gerð fyrr en í
endaðan janúar á þessu ári þegar Norðurljós og Frétt voru
sameinuð. í þeim hræringum var smásöluverslun ATV (BT)
seld Skífunni og fór því inn í Norðurljós. Síðan þá hefur
Skífan verið seld út úr Norðurljósum til Róberts Melax.
(13) ÖLGERÐIN
Ölgerðin og Lind sameinuðust í lok ársins 2002 og skýrir
sú sameining m.a. mikla veltuaukningu féiagsins.
(14) PRENTSMIÐJAN ODDI
Til þessa hefur reikningur móðurfélags Prentsmiðjunnar
Odda verið birtur. Nú er samstæðan birt en inni í henni eru
dótturfélögin Gutenberg og Kassagerðin.
(15) VÍSIR í GRINDAVÍK
Eignir Vísis eru víða. Það á 100% í Búlandstindi á Djúpavogi,
95% í Fjölni á Þingeyri, 99% í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur,
50% í hausaverksmiðjunni Haustaki á Reykjanesi og 40%
í rækjufyrirtækinu íshafi. Þá á félagið hlut í Seagold Ltd. í
Bretlandi.
(16) STRAUMUR FJÁRFESTINGARBANKI
Óinnleystur hagnaður Straums á síðasta ári var 1.303 millj-
ónir króna. Sá hagnaður er hér færður til tekna líkt og við
gerum hjá öðrum fjárfestingarfélögum. Mikil veltuaukn-
ing má rekja til innleysts söluhagnaðar af hlutabréfavið-
skiptum, m.a. af Framtaki-fjárfestingarbanka sem félagið
eignaðist um tíma.
(17) VINNSLUSTÖÐIN
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum keypti seinni partinn á
síðasta ári útgerðarfyrirtækið ísleif í Vestmannaeyjum,
sem ævinlega hefur verið við topp listans yfir hæstu launa-
greiðendur.
(18) ATV
ATV, (áður Aco-Tæknival), heitir núna Tæknival. Um gjör-
breytt fyrirtæki er að ræða frá síðasta ári. Smásöluhlutinn
var seldur út úr fyrirtækinu í endaðan janúar - til Skífunnar
í tengslum við uppstokkunina á Norðurljósum.
(19) KALDBAKUR
Kaldbakur var með óinnleystan gengishagnað upp á 684
milljónir króna sem við tekjufærum og setjum inn í veltu
fyrirtækisins, eins og hjá öðrum fjárfestingarfélögum.
Kaldbakur og Burðarás hafa nú verið sameinuð.
(20) EJS
Hugur, dótturfyrirtæki EJS, var seldur til Kögunar í lok síð-
asta árs. Hann er inni í veltutölum EJS á síðasta ári.
(21) ÍSLENSK-AMERÍSKA
Inni í samstæðunni núna er Ora í Kópvogi. Myllan-Brauð, sem
Íslensk-ameríska keypti í vor, kemur inn á lista næsta árs.
(22) JARÐBORANIR
Jarðboranir keyptu Björgun á síðasta ári og við það jókst
velta fyrirtækisins.
(23) SPARISJÓÐUR MÝRASÝSLU
Aukin umsvif Sparisjóðs Mýrasýslu má m.a. rekja til kaupa
hans á Sparisjóði Siglufjarðar.
(24) MYLLAN-BRAUÐ
Íslensk-ameríska keypti Mylluna-Brauð á þessu ári og
verður fyrirtækið inni í samstæðu félagins á lista næsta
árs. Ora í Kópavogi er hins vegar inni í samstæðu íslensk-
ameríska og skýrir hina miklu veltuaukningu félagsins.
(25) KÖGUN
Kögun keypti Landsteina-Streng og Hug undir lok síðasta
árs. Fyrr á síðasta ári hafði Kögun keypt Ax hugbúnaðar-
hús. Kögun seldi hins vegar Navision ísland til Microsoft
á síðasta ári. Þá er Verk- og kerfisfræðistofan inni í sam-
steypu Kögunar. Kögun keypti nýverið 36% hlut Straums
- fjárfestingarbanka í Opnum kerfum.
(26) TERRA NOVA SÓL
Ferðaskrifstofan Terra Nova Sól var undir lok síðasta árs
seld Heimsferðum. Reksturinn kemur ekki inn í samstæðu
Heimsferða fyrr en á lista næsta árs.
(27) RADISSON SAS HÓTEL SAGA
Velta Hótel íslands er hér inni í samstæðunni.
(28) FRAMTAK - FJÁRFESTINGARBANKI
Framtak - fjárfestingarbanki er ekki lengur til og hafa eignir
hans og umsvif runnið inn í íslandsbanka og Straum.
(29) PRICEWATERHOUSECOOPERS
Skýringin á minni veltu er sú að fyrirtækið seldi ráðgjafa-
hluta sinn. ÞarX viðskiptaráðgjöf IBM, sem áður var hluti af
fyrirtækinu, er núna í eigu Nýherja.
(30) ÍSLEIFUR
Útgerðarfyrirtækið ísleifur í Vestmannaeyjum, sem ævin-
lega hefur verið við topp listans yfir hæstu launagreið-
endur, sameinaðist Vinnslustöðinni seinni partinn á síð-
asta ári.
(31) FRAMTÍÐARSÝN
Útgáfufélagið Framtíðarsýn gefur út Viðskiptablaðið og
Fiskifréttir.
(32) GRANDI
Grandi keypti HB í byrjun þessa árs og fyrirtækin samein-
uðust. Sú veltuaukning kemur fram á lista næsta árs.
(33) SJÓVÁ-ALMENNAR
Veltuaukning Sjóvár-Almennra stafar m.a. af miklum tekjum
af hlutabréfaviðskiptum. Þá er Samlíf (Sameinaða líf-
tryggingafélagið) orðið 100% dótturfélag Sjóvár-Almennra.
Sjóvá-Almennar urðu dótturfélag íslandsbanka á síðasta
ári og eru inni í veltutölum bankans. Það skýrir hvers vegna
Sjóvá-Almennar eru ekki á aðallista okkar.
(34) SJÓVÁ-ALMENNAR LÍFTRYGGINGAR
Sjóvá-Almennar, líftryggingar, hétu áður Samlíf. Nafninu
var breytt um miðjan desember sl. Félagið var áður í 60%
eigu Sjóvár-Almennra en í fullri eign núna og er þess vegna
inni í samstæðureikningi Sjóvár-Almennra. Ti
40
j