Frjáls verslun - 01.08.2004, Page 68
Ríkharður Kristjánsson, Sigurður Ragnarssnn og Oddur Hjaltason eru þrír af fjórum eigendum Línuhönnunar. Á myndina uantar Árna Björn
Jónasson, sem á sínum tíma stofnaði fyrirtækið.
Línuhönnun
Tekist á við öll flóknustu
verkefni á verkfræðisviðinu
Línuhönnun, uerkfræðistofa, stendur á tímamótum um þessar
mundir. 25 ár eru frá stofnun fyrirtækisins. Árni Björn
Jónasson byggingaruerkfræðingur stofnaði það árið 1979 með
hjálp Tryggua Sigurbjarnarsonar rafmagnsuerkfræðings, gagngert
með það í huga að taka þátt í undirbúningi og hönnun háspennulína
sem reisa átti á næstu árum. í upphafi uoru starfsmenn fáir en eftir
þuí sem fyrirtækinu óx fiskur um hrygg fjölgaði starfsmönnum og í
dag eru rúmlega eitt hundrað manns starfandi þegar umsuifin eru
mest. Að sögn Ríkharðs Kristjánssonar framkuæmdastjóra hefur
stækkunin orðið mest á síðustu sex árum en á þeim tíma hefur
fyrirtækið þrefaldast: „Segja má að í dag tengjumst uið að einhuerju
leyti öllum stærstu framkuæmdum í landinu auk þess að sinna
margþættri annarri starfsemi."
Ríkharður tekur fram að Línuhönnun hafi alltaf sett sér háleit
markmið hvað gæði vinnu varðar: „Við getum að vfsu ekki allt ein.
Við höfum frá upphafi byggt upp net samvinnuaðila og bakráðgjafa
erlendis. Þar á meðal eru margir þekktustu sérfræðingar og
virtustu verkfræðistofur í heimi. Segja má með vissu að við getum
á skömmum tíma myndað vinnuhóp innlendra og erlendra aðila til
að takast á við flóknustu verkefni á verkfræðisviðinu."
Starfsemi Línuhönnunar er fjölbreytt og er mikið í gangi þessa
stundina: „Það er mikill uppgangur í byggingariðnaðinum og stór-
framkvæmdir á vegum ríkisins eru nokkrar. En það tekur enda
og þá er mikilvægt að hafa tryggt sér verkefni á öðrum sviðum
og hefur orkusvið okkar náð mjög góðum árangri erlendis. Hvað
varðar nýbyggingar þá má geta þess að Línuhönnun vann að hönnun
verslunarmiðstöðvarinnar Smáralindar og nýbygginga Orkuveitu
Reykjavíkur."
Ríkharður tekur það fram að þegar mikil þensla er á
byggingamarkaðnum sé ekki mikið farið út í viðhald, en þegar
þenslan endar þá komi að viðhaldi: „Línuhönnun er eina stóra
verkfræðistofan sem virkilega sinnir viðhaldsverkefnum. Við
höfum sinnt þeim allt frá 1980 og meðal verkefna okkar á
sviði viðhalds og endurgerðar má nefna aðalbyggingu Háskóla
íslands, Þjóðminjasafnið og Þjóðmenningarhúsið, Hóladómkirkju,
Dómkirkjuna og Bessastaði."
68
KYNNING