Frjáls verslun - 01.08.2004, Qupperneq 69
Nokkur tímamót
Sé litið yfir farinn veg hjá Línuhönnun er vert að staldra við nokkur
tímamót.
1983 vann Línuhönnun burðarþolshönnun við nýbyggingu
^erzlunarskóla íslands og síðan hafa fylgt fjöldi stórbygginga eins og
Hæstiréttur, Smáralind og Orkuveituhúsið svo dæmi séu tekin.
1985 var reist fyrsta brúin sem Línuhönnun hannaði, það var brúin á
Bústaðavegi yfir Kringlumýrarbraut. Fleiri brýr fylgdu í kjölfarið.
1990 var stofnað innan fyrirtækisins jarðtæknisvið sem veitir alhliða
Þjónustu á því sviði, hvort heldur sem hún snýr að jarðkönnunum,
larðsjármælingum, bergtækniráðgjöf, grundun, prófunum eða ráðgjöf
varðandi vinnslu og notkun jarðefna.
199B var stofnað umhverfis- og öryggissvið til að mæta vaxandi
þörfum fyrir ráðgjöf á því sviði. Deildin hefur unnið mikið starf á
sviði frárennslismála, vatnshreinsunar, sorphirðu og sorpförgunar,
umhverfisstjórnunar fyrirtækja og öryggismála.
1998 var stofnað umferðarsvið, sem notar besta fáanlegan hugbúnað
hl að leysa umferðartæknileg vandamál, forhanna umferðarmannvirki,
herma umferð og meta umferðarhávaða. Þá er ráðgjöf vegna
ömferðaröryggismála stór þáttur starfsins.
1999 var stofnað bruna- og eldvarnarsvið. Verkefnin spanna
öll helstu svið brunamála, allt frá einföldum úttektum til hönnunar
stórbygginga.
2001 var stofnað orkusvið eftir að Línuhönnun varð hlutskarpast um
utboðshönnun 100 MW Búðarhálsvirkjunar ásamt samstarfsaðilum.
Síðar kom til eftirlit með framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun.
í ársbyrjun 2002 varð Forverk, sem verið hafði náinn sam-
starfsaðili, hluti af Línuhönnun. Þar með bættist við starfsemina
þéttbýlistækni, landmælingar og hönnun snjóflóðagarða. Árið 2002
stofnaði Línuhönnun einnig, ásamt fleirum, verkfræðifyrirtækið
Hecla í París sem náð hefur stórum verksamningum í Frakklandi
og víðar.
2004 var stofnað lagnasvið sem er ætlað að vaxa hratt og veita
alhliða ráðgjöf á sviði lagna og loftræstingar.
fluknar gæðakröfur
„Línuhönnun hf. hefur ávallt stefnt að því að vera leiðandi fyrirtæki
í verkfræðivinnu, ráðgjöf, þjónustu, rannsóknum og þróun f takt
við tímann," segir Ríkharður. „f gæðakerfi skv. IS09001:2000 er
gerð krafa um gæðahandbók. Gæðakerfið tekur til allra þátta innra
og ytra starfs og samhæfir það í Ijósi strangra gæðakrafna og
mótaðrar stefnu. Samið var við vottunarfyrirtækið British Standard
Institution um að meta gæðakerfi Línuhönnunar. í janúar 2004
lauk breska stofnunin við úttekt á gæðakerfinu og hlaut Línuhönnun
hf. vottun, fyrst allra verkfræðistofa í félagi ráðgjafaverkfræðinga
á landinu, samkvæmt fyrrgreindum staðli. Með þessu hefur
Línuhönnun sett markið hærra en nokkru sinni og sinnt auknum
gæðakröfum þeirra sem kaupa þjónustu á sviði ráðgjafar og
verkfræði.
En það er starfsfólkið og viðskiptavinirnir sem öllu skipta í þessum
rekstri og við vorum óskaplega ánægð með að lenda í þriðja sæti í
árlegri könnun VR á afstöðu starfsfólks til fyrirtækisins síns.“S3
Línuhönnun
verkfræðistofa
Suðurlandsbraut 4 ■ 108 Reykjavík
Sfmi: 585 1500 ■ www.lh.is
69