Frjáls verslun - 01.08.2004, Page 115
FORSTJORAVIBTOL
undan. Það skiptir líka máli að í hluthafahópnum er einhugur
sem mun skila fyrirtækinu fram á við eins og var 1990-1994 og
aftur 1995-1999. Ef efnahagsmálin hefðu ekki staðið svona illa á
Islandi og gengið ekki fallið þá hefðu Norðurljós kannski aldrei
lent í þeim hremmingum sem þau
lentu í. Ef við stöndum saman, erum
vel ljármagnaðir og fólk vill eiga við-
skipti við okkur, þá er útlitið bjart.“
Komnir inn á Netið Hvað varðar
fjölmiðlageirann í heild sinni þá telur
hann að hið opinbera þurfi að breyta
rekstri RÚV því að það gangi varla
„Fjárfesting í hlutabréfum
felur alltaf í sér einhverja
áhættu. Fyrri fjárfesting okkar
í flarskiptafyrirtækinu Tali var
mjög ábatasöm og við vonum
að þessi íjárfesting okkar í Og
Vodafone verði það líka.“
upp samkvæmt evrópskum samkeppnisrétti að tryggja stofn-
uninni með lögum fasta mánaðarlega greiðslu frá öllum eig-
endum viðtækja og heimila því svo að selja auglýsingar og afla
sér kostunar í samkeppni við einkarekna ijölmiðla. Og standa
þá oft fyrir niðurboðum. Sigurður segir
Norðurljós hafa beint erindi vegna þessa til
Eftirlitsstofnunar Efta sem sé með þetta mál
í skoðun. Samkeppnin milli Norðurljósa og
RUV haldi áfram en hún verði ekki síður
við ríkishlutafélagið Landssíma Islands.
Sigurður vonast þó til að samkeppnisyfir-
völd gangi eftir því að Landssími Islands
greini algjörlega á milli sjónvarpsrekstrar og
annars rekstrar. Landssími Islands og aðrir
eigendur Skjás eins hljóti einnig að hafa eðli-
legan arð af fjárfestingu sinni, sem ekki hafi
verið til að dreifa á umliðnum árum. Komist
á eðlilegt samkeppnisumhverfi í fjölmiðlum
hér á landi þá telur Sigurður að tiltölulega
bjart sé framundan.
Sigurður segir að á ástandinu í dag græði
fyrst og síðast erlendir efnisframleiðendur,
sem hafi getað spilað á samkeppni sjón-
varpsstöðvanna hér á landi og náð fram verði
sem sé óþekkt á öðrum mörkuðum. Þannig
hafi það gerst strax og Landssími Islands
hafi keypt hlut í Skjá einum að Skjár einn
hafi í'eynt að komast inn í samning Islenska
útvarpsfélagsins við eitt af bandarísku stúdí-
óunum. Það hafi leitt til verðhækkunar á
efni. Þetta segir hann að sé í sjálfu sér ekkert
nýtt fyrir Islenska útvarpsfélagið því að þetta
hafi gerst reglulega allt frá 1990. Vandamálið
sé bara að þeir sem byrji þessi boð hafi vana-
lega ekki hugsað dæmið til enda. Það sé því
ekki endilega víst að Landssími Islands hafi
mikið upp úr sjónvarpsstarfsemi sinni hvort
heldur er í Breiðvarpinu eða á Skjá einum
þegar upp verði staðið.
„Verð á erlendu dagskrárefni einkum
bandarísku til Islands er orðið svo hátt að ég
vil heldur nota hluta þeirra tjármuna í inn-
lenda dagskrárgerð. Auk þess sem ólögmæt
tjölföldun hins erlenda efnis einkum þess
bandaríska gerir það oft að verkum að banda-
rískir þættir og bíómyndir, sem evrópskar
sjónvarpsstöðvar hafa keypt sýningarétt að,
eru komnir á Netið löngu áður en sýninga-
rétturinn í sjónvarpi í Evrópu verður virkur.
Við hjá Islenska útvarpsfélaginu munum
á komandi dögum, vikum og mánuðum
skoða það vel og vandlega hvar og hvenær
við munum taka þátt í eltingaleik við Lands-
síma Islands um bandarískar bíómyndir og
þætti.“ H3
115