Frjáls verslun - 01.08.2004, Blaðsíða 136
segir Þröstur Sigurðsson, ráðgjafi hjá ParX, viðskiptaráðgjöf
„Bankarnir standa undir mestum hluta hækkunar á markaði
IBM.
ÁRIÐ 2005 -VERÐ HLUTABRÉFA:
Frekar hækkun en lækkun
Þröstur Sigurðsson, ijármálaráðgjafi hjá ParX, segir stjómendur stærstu fyrirtækja landsins
telja að gengi hlutabréfa á markaði muni frekar hækka en lækka.
ParX - Viðskiptaráðgjöf gerði á dögunum könnun á
meðal stjórnenda stærstu fyrirtækja landsins. Niður-
staðan er sú að stjómendur telja gengi bréfa á markaði
munu frekar hækka en lækka. Fáir telja þó að gengishækk-
animar verði ámóta miklar og gerst hefur síðasta árið.
„I þeim tilfellum þar sem ósamræmi er á milli markaðs-
virðis félaga og hagræns virðis þeirra munum við sjálfsagt sjá
lækkanir á gengi hlutabréfa í íslenskum fyrirtækjum. Eg hef
þó ekki trú á að um hmn verði að ræða á markaðnum. Aukin
útrás félaganna til útlanda er jákvæð og styrkir
markaðinn," segir Þröstur Sigurðsson.
„Otrúlegar hækkanir hafa einkennt íslenska
hlutabréfamarkaðinn á þessu ári, hækkanir sem
ekki eiga sinn líka á sambærilegum mörkuðum
erlendis á sama tíma. Einnig er athyglisverð sú
þróun að skráðum fyrirtækjum fer fækkandi,
sem er kannski eðlilegt í þeim tilfellum þegar
lítil viðskipti hafa verið með félögin. Hitt hefur líka gerst að
hluthafar, sem leitað hafa til markaðarins til að auka viðskipti
með bréf félaga sinna, hafa á seinni stigum metið stöðu sína
þannig að hún væri sterkari utan hans,“ segir Þröstur Sig-
urðsson, fjármálaráðgjafi hjá ParX, viðskiptaráðgjöf IBM.
Þröstur segir að sjálfsagt megi finna þess einhver dæmi
að íslensk fyrirtæki á hlutabréfamarkaði séu yfirverðlögð.
í því sambandi sé áhugavert að skoða samhengi úrvalsvísi-
tölunnar, hagnað bankanna sem mynduðu yfir 40% af veltu
skráðra félaga í ágúst og svo
gengishagnað þeirra. „Bank-
arnir standa undir mestum
hluta hækkunar á markaði og
nokkur hluti hagnaðar þeirra
er sóttur til hækkunar á mark-
aðinum í gengismun af hluta-
bréfaviðskiptum." ffl
ParX gerði á dögunum könnun
á meðal stjómenda stærstu
fyrirtækja landsins. Niðurstaðan
er sú að stjómendur telja gengi
bréfa á markaði munu frekar
hækka en lækka.
136