Frjáls verslun - 01.08.2004, Page 154
einblína á arðsemi í rekstri og vera sífellt vakandi yfir tæki-
færum sem gefast.
Mun afkoma fyrirtækis þíns verða betri í ár en í fyrra?
Já, því geri ég fastlega ráð fyrir.
Hvað hefur einkennt rekstur fyrirtækis þíns á þessu
ári og mun það ná settum markmiðum? Umsvif
í rekstri hafa aukist mikið á árinu, bæði á bílasviði og véla-
sviði. Mér sýnist að þrátt fyrir það ættum við að ná okkar
markmiðum, bæði varðandi þær skipulagsbreytingar, sem
við höfum verið að vinna að, sem og í öðrum þáttum rek-
strarins.
Telur þú að aðstæður í efnahagslífinu batni eða versni
á árinu 2005? Þrátt fyrir að árferðið á yfirstandandi
ári sé með ágætum eru allar forsendur fyrir enn betra
árferði á næsta ári. Það byggir þó á því hversu vel tekst til
að halda verðbólgu í skefjum, það er að hún verði innan við-
miðunarmarka Seðlabankans.HU
„Völd og áhrif í íslensku viðskiptalífi virðast fallvölt.“
- Margrét Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri PFAFF.
MARGRÉT KRISTMUNDSDÓTTIR
FRAMKVÆMDASTJÓRI PFAFF
Hvað hefur komið þér mest á óvart í viðskiptalífinu á
árinu? Einkum þrennt: Hvað völd og áhrif í íslensku við-
skiptalífi virðast fallvölt. Fjölmiðlafrumvarpið og hvað hlutur
kvenna er enn skelfilega rýr.
Hver verða brýnustu verkefhi forstjóra í vetur? Að
vera „á tánum“ og skapa fyrirtækjum sínum sérstöðu í sívaxandi
samkeppni ásamt því að tryggja endurmenntun og treysta starfs-
ánægju innan fyrirtækis síns.
Mun afkoma fyrirtækis þíns verða betri í ár en í fyrra?
Þá þarf jólavertíðin að skila miklu! Hingað til hafa tekjur að mestu
staðið í stað en allur tilkostnaður aukist
Hvað hefur einkennt rekstur fyrirtækis þíns á þessu
ári og mun það ná settu markmiðum? Fyrirtækið
fagnar í ár 75 ára afmæli og var snemma á árinu farið 1
viðamiklar breytingar á húsnæði fyrirtækisins til að aðlaga
verslunina breyttu vöruúrvali og áherslum í rekstri. I haust
var lokið við öll smáatriði í þeim breytingum og teljum við
okkur í framhaldi af því í fararbroddi í okkar rekstri, sem
var og er okkar markmið.
Telur þú að aðstæður í efhahagslífinu batni eða versni
á árinu 2005? Höfum alla möguleika á því að sjá fram
á mjög gott ár árið 2005 en þar hefur ríkisvaldið stórt hlut-
verk og þarf að mínu mati að taka sig verulega á.HD
STURLAUGUR STURLAUGSSON
FORSTJÓRI HB-GRANDA
Hvað hefur komið þér mest á óvart í viðskiptalífinu a
árinu? Kröftug sókn íslenskra fyrirtækja inn á erlent við-
skiptalíf.
Hver verða brýnustu verkefni forstjóra í vetur? Skila
hagnaði og móta stefnu til lengri tíma.
Mun afkoma fyrirtækis þíns verða betri í ár en í fyrra?
Afkoman verður Mklega verri.
Hvað hefur einkennt rekstur fyrirtækis þíns á þessu án
og mun það ná settum markmiðum? Sameining fynr-
tækjanna HB hf. og Granda hf. og möguleg stækkun sameinaðs
154