Frjáls verslun - 01.08.2004, Page 160
Hvaða fyrirtæki spjara sig Hann hefur
fylgst með íslenska listanum í gegnum árin
og erlendu listunum líka. „Það er fróðlegt að
sjá hvaða fyrirtæki spjara sig best og hver
koma ný inn. I kennslunni hjá mér núna hef
ég færst meira yfir í það að skoða áhættu-
stjórnun fyrirtækja og hvað þau segja um
áhættuna í sínum ársskýrslum. Eg á kannski
einhvern tímann eftir að gera skrá um það
en það er satt að segja mjög ófullkomin
lýsing sem maður fær í ársskýrslum þeirra.
Eg fæ nemendur mína til að taka einmitt
stærstu fyrirtækin og skoða hvernig þau
standa sig í áhættustjórnun og hvernig megi
bæta þar um,” heldur Guðmundur áfram og
kveðst hafa fengið nemendum sínum það
verkefni að skoða m.a. Sjóvá-Almennar og
Eimskipafélag Islands í fyrrahaust. I sömu
vikunni skipti eignarhald þessara félaga um
hendur og allt gjörbreyttist.
Þegar Guðmundur er spurður að því hvað
honum finnist betur mega fara í tengslum við
listann bendir hann á að viðmiðanir hafi verið
að breytast. Kauphallir hafa verið að þróast
og því gæti verið áhugavert að skoða virði og
hagnaðarhlutfall. „Á síðustu fimm til tíu árum
hefur eiginlega aldrei heyrst talað um virði til
hluthafa, en nú er orðið mikið keppikefli hjá
fyrirtækjum að auka það sem mest. Maður
sér öðru hvoru greinar um þetta en kannski
væri ástæða til að taka saman skrá yfir 100
stærstu í þeim efnum líka og sýna hvemig
það breytist í gegnum tíðina,” segir hann.
Arið 1980 breyttist listinn þannig að birtur
var listi yfir 100 stærstu fyrirtækin samkvæmt
veltu þeirra og árið 2000 varð sú breyting að
birtur var listi yfir 300 stærstu fyrirtækin í
fyrsta skipti. Frjáls verslun hefur birt lista yfir
300 stærstu fyrirtækin á hvetju ári æ síðan.33
Jón Birgir Pétursson blaðamaður vann að 100 stærstu listanum í um það bil
tvo áratugi. Mynd: Geir Ólafsson
Hann byggði upp listann
Jón Birgir Pétursson blaðamaður stóð að vinnslu 100 stærstu í um tvo
áratugi, frá miðjum áttunda áratugnum fram á miðjan tíunda og byggði
því upp listann. Hann og síðan fyrirtæki hans, Blaða- og fréttaþjónustan,
réð menn í vinnu, Olafur Geirsson blaðamaður starfaði t.d. lengst af að
þessu með Jóni Birgi, Bjami Benediktsson alþingismaður starfaði að þessu
á skólaárum sínum, Sigurður Karlsson sá um tölvukeyrsluna þegar tölv-
umar vom teknar í notkun og svo má lengi telja. Listinn kom í fyrsta sinn
út í bókarformi árið 1993.
„Við fómm í skýrslur Hagstofunnar um slysatryggðar vinnuvikur því
að það þurftu öll fyrirtæki að slysatryggja sitt starfsfólk. Með þessu móti
fengum við áreiðanlegar upplýsingar um vinnulaun, hve margir vom að
vinna hjá hveiju fyrirtæki og hver meðallaunin vom. Við vildum líka fá
veltutölur og smám saman komu þær og síðan kom hver kennitalan á fætur
annarri inn í þetta. I dag em þetta einhveijar bestu upplýsingar sem til eru
um atvinnulífiðý segir Jón Birgir.HU