Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2004, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.04.2004, Blaðsíða 26
Sigurður Einarsson fær 400 þúsund sem starfandi stjórnarformaður KB banka. Raunverulegar greiðslur voru 5,4 milljónir á mánuði. Hannes Smárason, aðstoðarforstjóri Islenskrar erfðagreiningar, fær 141.666 sem stjórnarformaður Flug- leiða. Björgólfur Guðmundsson fær 176 þúsund sem for- maður bankaráðs Lands- banka íslands. Víglundur Þorsteinsson, stjórnarformaður BM Vallár, fær 110 þúsund fyrir að sitja í stjórn íslandsbanka. Stjórnarlaunin hafa hækkað! Stjórnarlaun í fyrirtækjum hafa hækkað gríðarlega. Algengt var að þau væru 30-60 þúsund krónur á mánuði. í dag eru þau allt að 120-150 þúsundum. Tvöfalt meira fyrir formennskuna. Efiir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Myndir: Geir Ólafsson Stjórnarlaun hafa farið hækkandi síðustu misseri. Tón- inn gaf Síminn í hittifyrra þegar hann tvöfaldaði launin. Á þeim tíma var algengast að laun fyrir stjórnarsetu væru 30-60 þúsund krónur á mánuði fyrir almennan stjórn- armann og 120-150 þúsund krónur fyrir stjórnarformann. Virkni stjórnanna hefur ekki endilega áhrif á upphæðina. Líklegra er að hefðin hafi þar meira að segja og svo stærð félaganna. Morgunblaðið sagði frá því í lok apríl að stjórnarlaunin hefðu hækkað um 62% á tveimur árum og tilfinning viðmælenda Fijálsrar verslunar er sú að stjórnar- launin séu að eða hafi um það bil tvöfaldast upp á síðkastið og má segja að það sé í takt við það sem hefur verið að gerast í viðskiptalífinu. Hræringar hafa verið miklar og stöðugt meiri kröfur eru gerðar til stjórnarmanna. Allt niður í 20 búsund Viðhorf til stjórnarsetu hafa breyst. Áður fyrr litu menn eingöngu á þann tíma sem fór í það að sitja á stjórnarfundum þegar stjórnarlaun voru ákveðin. I dag horfa menn líka á umstangið í kringum stjórnarsetuna og erindisrekstur fyrir fyrirtækið. Starf stjórnarformanns getur verið mjög tímafrekt og jafnvel allt að margfalt starf venjulegs stjórnarmanns. Þó hefur hann aðeins tvöföld laun almenns stjórnarmanns. Misjafnt er hvernig varaformaður stjórnar er launaður, hvort hann fær sömu þóknun og almennir stjórnarmenn eða hvort hann er einhvers staðar þarna mitt á milli. Varamenn fá oft greitt fyrir hvern fund sem þeir sitja, jafnvel mun minni upphæð en venjulegir stjórnarmenn og getur það farið allt niður í 20 þúsund krónur samkvæmt lauslegri athugun Frjálsrar verslunar. Það getur reynst heilmikið mál að vera í stjórn fyrirtækis ef á að sinna því vel og í samræmi við þær kröfur sem eru gerðar. Stjórnarmenn, og kannski sérstaklega stjórnarfor- mennirnir, þurfa að fylgjast vel með málefnum fyrirtækisins og geta lent í því að þurfa að taka þátt í alls konar umræðu og veijast gagnrýni í ijölmiðlum. Þess eru jafnvel dæmi að menn hafi verið lögsóttir, t.d. vegna skattrannsóknar, auk þess sem menn geta lent í ýmsu óskemmtilegu. Náið samstarf Mjög misjafnt er hvernig andrúmsloftið er í fyrirtækinu og stjórninni og hvernig viðkomandi stjórnir vinna, hvort þær leyfa forstjóranum að sprikla lausum eða hvort þær taka alls kyns ákvarðanir sem jafnvel geta haft áhrif á daglegan rekstur fyrirtækisins. Misjafnt er hvernig stjórnir beita sér. For- stjóri og stjórnarformaður vinna venjulega náið saman og hringja hvor í annan milli mánaðarlegra stjórnarfunda, oft nokkrum sinnum í viku, og aðrir stjórnarmenn hringja jaihvel sín á milli eða í forstjóra eða stjórnarformann til að fylgjast með, ræða málefni fyrirtækisins eða koma á framfæri nýjum hug- myndum. Stundum verða stjórnarmenn að gæta þess að vera ekki of afskiptasamir, fylgjast með og veita aðhald án þess að það sé heftandi fyrir daglegan rekstur fyrirtækisins. I einhverjum tilfellum eru stjórnarformenn starfandi og má búast við að þeim sé betur greitt en hinum. Sigurður Einars- son er dæmi um slíkt en hann er starfandi stjórnarformaður í KB banka. Hann fær 400 þúsund fyrir stjórnarsetu sína. Inn í það er ekki búið að taka aðrar greiðslur og hlunnindi, t.d. kaupréttarsamning sem gerður hefur verið við hann og for- stjóra félagsins. Raunverulegar greiðslur til Sigurðar í fyrra voru 64,8 milljónir eða 5,4 milljónir á mánuði. Einniö í Stjórn dótturfélaga í sumum tilvikum sitja stjórnar menn móðurfélags einnig í stjórn dótturfélaga og má segja að eðlilegt sé að greiða sérstaklega fyrir hveija stjórnarsetu, hvort sem þær eru fleiri en færri. Misjafnt er hvort greitt sé sérstak- lega fyrir stjórnarsetu í dótturfélagi eða hvort hún telst innifalin í stjórnarlaununum frá móðurfélaginu. Ef stjórnarsetan telst innifalin er litið svo á að það sé minni vinna og að ábyrgðin hvíli á aðalstjórninni. Þetta fer líka eftir því hve viðamikil störfin eru. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.