Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2004, Blaðsíða 62

Frjáls verslun - 01.04.2004, Blaðsíða 62
LUNDÚNAPISTILL SIGRÚNAR á rústum Transworld, sem varð til í einkavæðingarsóttinni rússnesku en endaði gjaldþrota í kjölfar gífurlegra eignaátaka og málaferla. Uppgripamaðurinn Roman Abramovich og annar ungur uppsveiflumaður, Oleg Deripaska, keyptu Rusal í kaldakolum og hafa snúið dæminu við. Að sögn The Russia Journal leikur sá orðrómur á að þeir haii hraðað gjaldþrotinu og þar með komist yfir fyrirtækið á hagstæðari kjörum en ella, en því hafna talsmenn Rusal eindregið. Alcoa, með ársframleiðslu upp á 3,9 milljónir áltonna á ári, hefur hingað til ekki þurft að óttast næststærsta álfyrirtækið með 2,5 milljónir tonna. En áætlun nýju eigendanna er að árs- framleiðslan verði komin í 3,75 milljónir tonna árið 2008. Raf- orkuverðið, sem Rusal á kost á í Síberíu, er undir 1 amerísku senti á kílóvattstundina. Að sögn Mineweb.net, sjálfstæðrar vefsíðu um náttúruauðlindir, greiðir almenningur 2,5 sinnum hærra orkuverð. Eins og er stendur Rusal í viðræðum við héraðsstjórnir á þessum svæðum og er líka að reyna að kaupa raforkuverin þarna, en virðist ekki lengur hafa meðbyr og það er óvíst hvernig málin þróast. Flutningar eru líka stór- mál. Verið er að undirþúa einkavæðingu járnbrautanna en framvindan er óljós. Það eru því margir óvissuþættir í reikn- ingsdæminu Rusal og óljóst hvernig fer nú þegar Kreml- verjar eru að missa traustið á Rússlandseigendunum. Landstjóri í Síberíu Almannatengslafulltrúar Abramovich gera mikið úr því hvað hann hefur gert margt gott fyrir Chukotka, Síberíuhéraðið þar sem hann var kosinn landstjóri 2000. Hann hefur lagt eigið fé í uppbyggingu skóla og innviða og boðið börnum þaðan í heimsókn til London. Góð- mennskan og óeigingirni hans er þó umdeild. Samkvæmt The Russia Journal hefur Abramovich ekki síður haft áhuga á ítökum í náttúruauðlindum svæðisins og hugsanlega haft áhuga á að byggja upp stjórnmálaferil, en hann er einnig þingmaður í Dúmunni rússnesku. Um þessar mundir er stjórnsýsla hans í Chukotka til athugunar í Moskvu. Hann hefur lýst því yfir að hann hyggist ekki bjóða sig fram aftur en hefur einnig viðrað að hann vilji hjálpa íbúunum til að flytja burtu því það sé engin ástæða til að búa þarna lengur nú þegar svæðið gegnir ekki sama hernaðarlega mikilvægi og á Sovéttímanum. Þetta er því kannski enn eitt merkið um minnkandi áhuga hans á heimalandinu og tækifærum þar. 25 Rússar á auðmannalista Forbes Undanfarið hefur gengi rússneskra hlutabréfa hækkað gífurlega, sem hefur þanið eignir eigendanna. A auðmannalista Forbes í febrúar voru 25 Rússar. A nýjum Forbes-lista yfir rússneska auðmenn eru 36 milljarðamæringar, mælt í Bandaríkjadölum, sem nú kæmust á heimslistann. Russia Journal reiknast svo til að rússneskum milljarðamæringum hafi flölgað um 40 prósent á tveimur og hálfum mánuði um leið og samanlögð auðæfi þeirrajukustúr tæpum 80 milljörðum dala í 110 milljarða - sem hlýtur að teljast þokkaleg ávöxtun. Meðal nýrra milljarðamæringa er David Davidovich framkvæmdastjóri Millhouse Capital, Andrey Gorodilof yfirmaður Sibneft. Það er því greinilega gott að starfa hjá Abramovich. 33 Roman Abramovich er ríkasti maður Bretlands. Eignir hans eru metnar á 975 milljarða króna. Hann skaut her- toganum af Westminster aftur fyrir sig á nýjum lista Sunday Times yfir auðmenn Bretlands. Abramovich og ísland Myndin af Olafi Ragnari Grímssyni forseta, tekin 23. ágúst í fyrra, að fagna velgengni Chelsea við hlið liðs- eigandans og landstjóra Chukotka, tengist íslenskum umsvifum í Chukotka, að sögn Alexanders Borodins ráð- gjafa landstjórans Abramovich. Borodin situr á skrifstofu Sibneft í Moskvu og sagði í viðtali við Fijálsa verslun að sjálfur hefði hann mikinn áhuga á tengslunum við ísland sem hann rækir meðal annars í gegnum vinafélag landanna. Olafur Ragnar hefur eins og kunnugt er heimsótt Chukotka. Borodin sagði að bæði Orkustofiiun og verk- fræðistofan Hnit væru ráðgjafar um nýtingu jarðhita í héraðinu. Einnig væri áhugi á að nýta þekkingu íslendinga á fiskveiðum. Vandi Rússa væri hins vegar að fiskveiði- kvótum væri aðeins úthlutað til sex mánaða í senn og því erfitt að skipuleggja veiðar. Um nýlega eftirgrennslan á stjórnsýslu Abramovichs í Chukotka sagði Borodin að sú athugun væri aðeins hluti af reglulegu eftirliti með stjórnsýslu héraðanna rússnesku en stafaði ekki af neinu sérstöku tilefni. Borodin sagði að menn í viðskiptalífinu hefðu að sjálfsögðu miklar áhyggjur af afskiptum stjórnvalda af viðskiptum og þá á örlögum manna eins og Berezovkýs og Khodorkovskýs. Um áætlanir Abramovichs í Chukotka sagði Borodin að næstu héraðskosningar yrðu í árslok 2005. Abramovich mjmdi sitja út kjörtímabilið en hefði ekki í huga að bjóða sig aftur fram, þótt hann hefði enn ekki staðfest það opin- berlega. „En það er enn mikið eftir af kjörtímabilinu,“ sagði Borodin. „Eitt og hálft ár er langur tími í Rússlandi og miklu hægt að koma í verk á þeim tíma.“ B3 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.