Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2004, Blaðsíða 109

Frjáls verslun - 01.04.2004, Blaðsíða 109
HEILSA Gleraugu eða aðgerð? Fjarsýni gerir ekki mikið vart við sig á yngri árum. Augasteinninn getur leiðrétt fyrir ijarsýni lengi fram eftir en síðan dvin hæfni hans til að fókusera undir fertugt og þá fer fólk að finna fyrir aldurstengdri ijarsýni. Það er þó ekki eins og í bókhaldi, að fyrst sé fólk nærsýnt og svo breytist það hægt yfir í fjarsýni og í „rétta“ sjón. „Gleraugu og linsur hafa verið hefðbundnar aðferðir til að leiðrétta sjónina hjá fólki fram til þessa og hefur gefist vel,“ segir Þórður. „A síðustu árum hafa svo leysigeislaaðgerðir komið að nokkru og í vaxandi mæli í staðinn. Aðgerðin er létt- bær og með miklu tölvustýrðu öryggi þannig að vandkvæði eru fá og sjaldgæf þó auðvitað sé aldrei hægt að komast hjá þeim að fullu. Þetta fellur vel inn í menningarheim okkar, þar sem allt á að vera fullkomið og enginn vill sjá illa og hægt að fá góða sjón með nær sársaukalausri aðgerð þar sem árangur kemur svo að segja strax fram.“ Augnsjúkdómar En hvað með augnsjúkdóma þar sem sjón förlast án þess að hægt sé að bæta það með glerjum eða linsum? Jú, þetta eru þrír stórir sjúkdómaflokkar, ský á augasteini, sem hægt er að laga með aðgerð, gláka sem hægt er að halda i skeijum og aldursbreytingar í augnbotnum sem eru torleyst viðfangsefni en þó alltaf eitthvað nýtt að koma til,“ svarar Þórður. Merk rannsókn augnsjúkdóma er svokölluð Reykjavíkur- rannsókn sem Friðbert Jónasson augnlæknir á heiðurinn af. Hún er á heimsmælikvarða og unnin í samvinnu við WHO og er stærsta framlagi Islendinga til augnlækninga. Hún hefur ekki fengið þá viðurkenningu hér á landi sem hún á skilið. Rannsóknin sýnir tengsl milli útljólublárrar geislunar og ský- myndunar á augasteini. Góðar og öruggar upplýsingar Veður- stofunnar gerðu þetta kleift og einnig svipaðar upplýsingar frá Astraliu og Japan. Það eru allir Islendingar með einhver merki skýmyndunar í augastein um 60 ára aldur en t.d. Indveijar fá þetta mun fyrr. Það er jafnvel hægt að finna mun hér innan- lands eftir magni útfjólublárrar geislunar á hinum ýmsu svæðum landsins.“ Notkun augans Oft er talað um að maður geti skemmt augun með því að beita þeim vitlaust, með því að lesa í of lítilli birtu og jafnvel með því að borða ranga fæðu. Er eitthvað til í þessu? „Það er með sjónina eins og skynsemina að hún versnar ekki við notkun. Ahrif fæðu eru lítil og þarf mikið að fara úrskeiðis til að það hafi áhrif á sjón. Þjóðarviskan segir að lýsi sé hollt fyrir augun og ekki geng ég gegn því. Ahrif erfða eru meiri en umhverfis á sjón og sjónlag. Það eru engar sannanir fyrir þvf að vinna við tölvur, sjónvarpsgláp eða beiting sjónar við ákveðin skilyrði sé skaðleg. Sama gildir um birtu en við glötum ljósnæmi með árunum og verðum því birtufrekari. Vilji menn fara vel með augun er gott að vinna í réttri birtu og vernda augun gegn útfjólubláum geislum. I því samhengi má geta þess að venjuleg gleraugu, án litar, loka á allt að 95% útfjólublárra geisla til augans og eru þannig mjög góð vörn ein og sér. Það fellur örugglega í misjafnan jarðveg en „góð“ sólgler- augu eru ekki augnsparandi þó þau ef til vill þæti llðan fólks. Hlifðargleraugu hafa og stórfækkað slysum. Forvarnarstarf hefur gerbreytt glákublindu, þar sem snemmbær greining skiptir miklu máli. Um 1950 voru 300 Islendingar alvarlega sjónskertir af gláku og ættu samkvæmt því nú að vera um 800. Þeir eru hins vegar aðeins um 80 sem er stórsigur. Hægt er að fyrirbyggja hana með því að lækka þrýsting á augu og eru til þess notuð lyf og aðgerðir." Shipti um augasteina Augasteinaskipti eru algeng aðgerð en um 60 ára aldur eru augasteinarnir farnir að glata nokkru af gegnsæi sínu og því sjónin ekki eins góð og annars. ,Augn- steinar gegna því hlutverki að hleypa ljósi í gegnum sig og fókusera myndina og rétt eins og gler sem verður óhreint eða skemmt, kemur minna ljós í gegn. Augnsteinaskipti eru stöðluð og örugg aðgerð og hér á landi eru gerðar um 1500 shkar aðgerðir á ári. Eldra fólk lifir ekki lengur „passívu" lífi. Það þarf góða sjón og augnsteinaaðgerðir endurnýja sjón sem farin er að dofna. Þar er aðalvandinn langir biðlistar." Aldursbreytingar í augnbotnum Stærsta augnvandamál nútím- ans eru aldursbreytingar í augnbotnum. ,Augnbotninn er eins og pottlok með hnúð í miðjunni, þar sem hnúðurinn sér um lestrarsjón, litasjón og skerpu," segir Þórður. ,Aðrir hlutar augn- botnsins sjá um ratsjónina. Ellibreytingar leggjast á skörpu sjónina eða hnúðinn og það verður til daufur blettur þar sem gerir að verkum að lestrarsjónin/skarpa sjónin versnar. Þetta er sjúkdómur eldra fólks, 75 ára og eldri en sést þó niður undir sex- tugt. Við höfúm verið mjög snögg að tileinka okkur nýjungar í meðferð á þessu sviði og höfum undanfarið meðhöndlað þetta með blöndu af lyfjum í æð og laser og það hefur gefist vel. I þessu má búast við miklum framförum á næstu árum.“ Leysigeislaaðgerðir Margir kvarta undan þreytu í augum við tölvuvinnu og telja að slík vinna fari illa með augun. Þórður segir lýsingu skipta máli þarna en að geislun frá skjánum eigi ekki að hafa skaðleg áhrif á augun. A fimmtugsaldri fari ljós- næmi augans hratt minnkandi og allir finni til þess að ekki sé lengur hægt að lesa í rökkri eða lítilli birtu eins og unglingar geta og við því er ekkert að gera. Fyrir þá sem eru ijarsýnir, nærsýnir og með sjónskekkju og ekki vilja nota gleraugu eða linsur, eru leysigeislar svarið. „Þessar aðgerðir eru gerðar á ýmsa vegu en þær eru fljót- gerðar og árangurinn kemur svo að segja strax í ljós og er varanlegur. Við breytum einfaldlega lagi augans með því að ummynda hornhimnuna og breyta þar með stefnu ljóssins svo réttur fókus fáist Þessar aðgerðir eru gerðar á fólki frá tvítugu og upp úr. Það er ljóst að við munum í framtlðinni nota aðgerðir mun meir en nú í stað gleraugna og linsa. Þær eru ekki áhættu- lausar en engu að síður öruggur og góður kostur. A heimasíðum Lasersjón http://lasersjon.is/umlasersjon. html, og í greinasafni Læknablaðsins er hægt að finna miklar upplýsingar um sjónlag og sjónlagsaðgerðir auk þess sem doktor.is hefur viðamikið greinasafn um sjón og sjónlagsgalla. 35 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.