Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2004, Page 51

Frjáls verslun - 01.04.2004, Page 51
VIÐTAL ÞDRSTEINN VILHELMSSON „Þegar sjávarútvegsfyrirtækin fóru fyrst á markað var umræðan mjög jákvæð. I dag er ekki svo og fyrir því eru ýmsar ástæður, t.d. þessi endalausa urnræða um sjávarútvegsmál sem hefur oftast verið neikvæð og óskiljanleg," segir hann og telur rangt að leggja á auðlindagjald „af því að sjávarútvegsfyrirtækin græði svo mikið. Staðreyndin er bara ekki þannig. Alltaf þegar greinin skilar góðum arði í eitt eða tvö ár verður allt vitlaust hjá ákveðnum þingmönnum. Það er eins og greinin fái aldrei frið til að lifa eða standa sig. Það er stundum eins og allir megi græða aðrir en sjávarútvegurinn. Ég geri enga athugasemd við það að þessi félög hafi farið af markaðnum. Það er þá bara þannig. Þeir sem taka þau af mark- aði ráða þá einfaldlega ferðinni. En svo má spyija hvernig að þessu er staðið. Það verður að gera þetta á eðlilegan og sann- gjarnan hátt þannig að allir séu keyptir út á sama verði.“ Vill óbreytt ástand Sjávarútvegsumræðan hefúr að hans mati verið greininni skaðleg. Hann vill fá frið um sjávarútvegsmálin, helst með því að núverandi fyrirkomulag haldist í stórum dráttum óbreytt frá því sem er í dag. Sjávarútvegurinn segir hann að sé ekki sá gróðavegur að hann megi við því að vera skaðaður mikið. Útvegurinn sé gagnrýndur fyrir það að nýir menn eigi erfitt með að komast að og engin endurnýjun eigi sér stað. Það sé bara rangt. Inn í útgerðina séu komnir margir nýir menn sem ekki hafi verið þar áður. Deilur um sjávarútveginn og kvótakerfið eru daglegt brauð á íslandi. „Ég held að núverandi kerfi sé í stórum dráttum það besta sem við höfum og skili mestri arðsemi. Það er það sem mér finnst skipta máli. Ég sé t.d. ekki fyrir mér sóknarmark þar sem allt gæti farið í bál og brand, menn myndu sækja mjög óskynsamlega - íslendingar eru bara þannig - og veiðin myndi ekki dreifast yfir árið. Hún myndi færast alltof mikið á stuttan tíma sem þýddi náttúrlega bara lægra afurðaverð, lélegri vöru og erfiðleika á mörkuðum. Við erum búnir að hafa sóknarmark áður. Auðvitað eru ekki allir sáttur við kerfið eins og það er. Ég er ekki alltaf sáttur við allt en maður á ekki að horfa á þetta þannig. í stórum dráttum er kerfið að skila þvi sem er best fyrir þjóðarbúið. Svo geta menn endalaust deilt, Ld. á fiskifræðinga. Þeir eru lærðir menn og gera eins vel og þeir geta. Fiskifræðin eru erfið vísindi, örugglega erfiðustu vísindi í heimi.“ Sumt heppnast 09 annað ehhi Þorsteinn er nú kominn út úr öllum sjávarútvegsfyrirtækjum nema Granda. Hann á hlut í tveimur félögum á hlutabréfamarkaði, Atorku og Afli. Atorka, sem á 40% í Afli, er ekkert í sjávarútvegi en Afl á um 4% í Granda hf. Þorsteinn hafði að vísu áhuga á því um áramótin að kaupa ÚA ásamt KEA en það gekk ekki eftir. Honum fannst félagið selt alltof dýru verði miðað við að reksturinn yrði litið breyttur en segir auðvitað hægt að kaupa félagið og gera á því miklar breytingar. „Það hefði ekki verið gott fyrir mig að koma aftur til Akureyrar og rústa ÚA. Ég hefði ekki haft áhuga á því.“ Hvað aðrar eignir varðar þá á Atorka ijárfestingarfélag stóran hlut í Sæplasti og Jarðborunum sem eiga Björg- un og Iif. Einnig á Afl stóran hlut í Low and Bonar í Bretlandi en það félag er í iðn- aði og er til að mynda næststærsti fram- leiðandi gervigrasvalla í heimi og stærsti teppaflísaframleiðandi í heiminum. - Það hefur gengið mjög vel hjá Jarð- borunum sem hafa verið einn afhástökkv- urum ársins í Kauphöll Islands en það hefur gengið upp og ofan hjá Sœplasti. „Það er rétt. Við höfum ekki verið ánægðir með árangurinn. I útrásinni hefúr sumt heppnast og annað ekki. Reksturinn í Kanada er erfiður. Noregur hefur líka verið erfiður en við sjá- um batamerki þar. Þetta eru einingar sem höfðu verið keyptar er við komum að félaginu og erum við að vinna í að snúa þess- um rekstri við. En við höfum líka gleðitíðindi að færa, Sæplast hefur tjárfest í tveimur mjög spennandi félögum síðan við komum að félaginu. Félagi í Hollandi sem heitir Plastined. Þetta félag gengur vel og er í miklum vexti. Og í félagi á Spáni, í Vigo, og það gengur vel og hefur mikla vaxtarmöguleika. Fé- lagið á Indlandi og félagið á Dalvík hafa lika gengið vel. Þó að sumt hafi heppnast þá hefúr annað ekki heppnast." Ræturnar eru homnar suður Þegar framtíðina ber á góma þá segist hann hafa haft nóg að gera síðustu árin. Hann er stjórnar- formaður Afls og situr í stjórn Atorku. Hann á hlut í mörgum félögum, mest í gegnum þessi félög, og hann situr í stjórn margra þeirra. Það tekur sinn tíma. Afl og Atorka hafa bara einn starfsmann, Styrmi Þór Bragason framkvæmdastjóra, en stjórnir þessara félaga eru mjög virkar þannig að tími Þorsteins fer mikið í að vinna fyrir öll félögin. Þorsteinn er líka með sitt eigið félag, Ránarborg, og er það til húsa að Laugavegi 182, í sama húsi og Kauphöll íslands, en það hús keypti hann og átti um tíma. Hjá Ránarborg segir hann að sé einn starfsmaður, Magnús Jónsson framkvæmdastjóri, sem jafnframt situr í stjórn félaganna og er hann m.a. stjórnarformaður Atorku og Sæplasts. „Við erum að Ijárfesta í ýmsu og hann sinnir dag- legum rekstri. Ég sé svo sem ekkert fyrir mér annað en að halda þessu áfram. Verkefnið næstu árin er að byggja þessi félög upp sem ég hef nefnt þannig að þau skili þeirri arðsemi sem tíl er ætlast. En rekstur þeirra hefur gengið mjög vel og var hagnaður Atorku 1,7 milljarðar fyrir skatta nú fyrstu þijá mánuði ársins og samanlagður hagnaður Afls og Atorku rúmir 2,3 milljarðar." - Langarþig að flytja aftur til Akureyrar? „Nei, ég hef engan áhuga á því. Mér finnst gott að koma tíl Akureyrar og fer oft þangað en við kunnum ákaflega vel við okkur hér fyrir sunnan. Þetta hefúr snúist við, núna finnst mér ég vera kominn heim þegar ég kem aftur í Kópavoginn. Ég er mjög ánægður þar. Það hefur orðið alveg ótrúleg breyting á Kópavogi á síðustu tíu árum. Ræturnar eru komnar suður og þótt ég hefði keypt ÚA með öðrum um áramótín þá stóð ekki til að flytja aftur norður," segir hann. H3 Þorsteinn er nú kominn út úr öllum sjávarútvegsfyrir- tækjum nema Granda. Hann á hlut í tveimur félögum á hlutabréfamarkaði, Atorku og Afli. Atorka, sem á 40% í Afli, er ekkert í sjávarútvegi en Afl á um 4% í Granda hf. 51
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.