Ármann - 01.04.1959, Page 39

Ármann - 01.04.1959, Page 39
Æskan er eins og hinir eldri hafa gert hana Rannveig Þorsteinsclóttir ég kynntist þeim í Jósepsdal, sem eru mér minnisstæðastir frá starfi mínu í félaginu. 2. Hvert er álit þitt á æskunni í dag? Æ, er þessi spurning ekki svo marg- þvæld? Ég held að það sé tvennt, sem hljómað hefur á hverjum tíma, að tím- arnir hafi aldrei verið eins erfiðir, og að æskunni sé að fara aftur. Líklega er nú hið rétta, að æskan er eins og hinir cldri hafa gert hana. Æskan í dag er hraust og dugleg og að því leyti hefur eldri kynslóðin gert vel við hana og gefið henni mikla möguleika, en ef dugnaðurinn fær útrás, sem ekki er heppileg, þá er það vegna þess, að hin- ir eldri hafa á einhvern hátt brugðizt skyldu sinni sem uppalendur. Að minni hyggju eru það ekki að- eins foreldrar og kcnnarar, sem bera ábyrgð á uppeldi æskunnar, heldur hver og einn, scm umgangast þá, sem eru honum yngri og óþroskaðri. Unga fólkið er ekki hvað sízt uppalendur sjálft, því að þeir yngri vilja fremur taka sér til fyrirmyndar þá, sem eru lítið eitt eldri en þeir, heldur en hina, sem farnir eru að reskjast eða orðnir gamlir. Það er af þessu, sem lifandi Hinn kunni Ármenningur, Rannveig Þorsteinsdóttir, svarar eftirfarandi spurningum blaðsins á þessa leið: i. Hvað er þér minnisstæðast frá starfi þínu í Ármanni? Minningunum bregður fyrir eins og myndum á tjaldi og fyrstar koma myndir úr Dalnum og Bláfjöllunum. Sól á fjöllunum, nýfallin mjöll, hvergi ber skugga á. Eða það er tunglskin og stjörnubjart yfir snjóbreiðunni. Það eru líka til myndir, þar sem allt flæðir út í vatni og Dalurinn er eins og haf- sjór eða það er rok og harðfenni, en allar eru þær fagrar og skemmtilegar. Svo eru minningar frá því, þegar verið var að byggja í Jósepsdal, fvrst gamla skálann og svo þann nýja. Raunar allra fyrst, þegar verið var að ákveða Jós- epsdal sem skíðaland Ármenninga, og svo framkvæmdirnar sem á eftir komu. Mér er minnisstætt, hvað gamli skál- inn var hlýlegur og hve gott var að koma í hann. Og eyðilegt var í Daln- um, þegar hann var brunninn og rúst- irnar einar stóðu eftir. Svo komu átök- in um að koma upp nýja skálanum, sem var miklu stærri og vandaðri en sá gamli. Þá minnist maður enn félags- anda og fórnarlundar, sem óviðjafnan- leg er. En hvort sem á tjaldi minninganna er fegurð Jósepsdals og Bláfjallanna, eða starfið og félagslífið við skálann, þá eru það félagarnir, vinirnir frá starfi og skemmtan, sem skýrast standa mér fyrir hugskotssjónum. Sem sagt: Það eru Ármenningarnir sjálfir eins og Jólakvöld í Jósepsdal ÁRMANN 39
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Ármann

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ármann
https://timarit.is/publication/692

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.