Morgunn - 01.12.1964, Side 20
98
MORGUNN
var í sumardvöl hjá vini sínum um það bil mílu vegar
frá verzlunarbúð föður hans. Walter var syndur vel og
fór oft í sundpollinn með öðrum drengjum.
Nótt eina dreymir föður hans, að Walter hefði verið
að synda undir stóru tré, sem slútti fram yfir sundpoll-
inn — og drukknað. Honum þótti hann bregða þegar við
og fara þangað. Þá var líkið enn ófundið, en John McC—
var að kafa eftir þvi.
Við þetta hrökk hann upp grátandi og mjög hræddur.
En kona hans reyndi að sefa hann, sagði, að ekki væri
mark að draumum og oft ljótur draumur fyrir litlu efni.
En ef honum fyndist það öruggara, gæti hann talað við
Walter á morgun, þegar hann kæmi heim, og bannað
honum að synda í tjörninni.
Morguninn eftir, þegar maðurinn var önnum kafinn í
búð sinni, kom Walter hlaupandi inn og sagðist vera að
fara í sundpollinn. Faðir hans hafði þá gleymt draumn-
um í bili og leyfði honum að fara. Skömmu seinna kom
maður inn í búðina og æpti: „Komdu fljótt! Hann Walter
stakk sér í pollinn og hefur ekki komið upp aftur.“
Þá rifjaðist draumurinn upp, og hann hljóp af stað eins
og fætur toguðu. Líkið hafði þá ekki fundizt, en John
McC— var að kafa eftir því. Drengurinn hafði sokkið
undir trénu, nákvæmlega eins og í draumnum. Faðir hans
var óhuggandi og ásakaði sjálfan sig harðlega: ,,Ef ég
hefði tekið mark á draumnum, væri Walter sonur minn
enn á lífi.“
Stundum eru varúðarráðstafanirnar ekki nægilega
miklar. 1 júlímánuði 1952 var kona nokkur i New Jersey
sitjandi uppi í rúmi sínu og beið eftir bónda sínum heim
úr vinnunni, en hann var á næturvakt. Dimmt var í her-
berginu og konan syfjuð og hálfdottandi. Þá finnst henni
hún allt í einu sjá hroðalegt slys. Hún sá barnslík liggja
á jörðinni og var breitt yfir það, svo hún vissi ekki, hvort
það var drengur eða stúlka. En eftir stærðinni gizkaði
hún á, að það væri fimm eða sex ára.