Morgunn - 01.12.1964, Síða 27
M O R G U N N 105
hennar. En þegar bróðir minn kom, héldu T— engin bönd
og hann rauk af stað.
Um hádegisbilið námu veiðimennirnir staðar hjá á einni
og átu nesti sitt. T— lagðist niður og ætlaði að drekka
úr ánni, en kom þá um leið óvart við gikkinn á byssunni,
svo skotið hljóp af og í manninn. Faðir minn lagði hinn
særða varlega á bakið og hljóp af stað til þess að sækja
hjálp. Rakst hann fljótlega á mann í vagni með hvítum
hesti fyrir. Þeir lögðu T— gætilega á vagninn og óku
heimleiðis. Þegar leiðir skiidu, bað prestur ökumanninn
að aka ekki framhjá heimili T— á leiðinni til sjúkrahúss-
ins og lofaði hann þvi. En svo fór, að hann villtist. Og
um leið og hann ók framhjá húsinu, stóð frú T— úti og
þekkti þegar vagninn. Henni varð svo mikið um, að hún
féll í öngvit. Um nóttina andaðist T— á sjúkrahúsinu."
Stundum er atburðarásin svo flókin og þar koma svo
margir við sögu, að ekki er við því að búast, að sá, sem
fyrir vitruninni verður, geti þar nokkuð við ráðið.
Kona nokkur í New York vaknaði að morgni dags við
vondan draum. Hún þóttist sjá flugvél hrapa til jarðar
á vatnsbakka ekki langt í burtu. Við slysið kviknaði í
Þaki kofa nokkurs og einnig í vélinni og brann flugmað-
urinn þar inni. Þennan morgun þurfti hún að skrifa tvö
bréf og segir, að sér hafi orðið ósjálfrátt að segja frá
draumnum, að því viðbættu, að brunaliðsbíllinn muni fara
ranga leið á slysstaðinn og verða fyrir vikið of seinn til
að bjarga flugmanninum.
„Allan daginn,“ segir konan, „var þessi draumur svo
Ijóslifandi í huga mér, að ég fylgdist ósjálfrátt með hverri
vél, sem flaug yfir. Seint um daginn var ég að sýsla við
kvöldmatinn í eldhúsinu, og verður mér þá allt í einu
uð kalla til bónda míns: ,,Nú kemur vélin, sem ferst.
Hlauptu, Róbert, undireins á brunastöðina og varaðu þá
við að aka meðfram skipaskurðinum að vatninu, heldur
fara hina leiðina." Bóndi minn fór út, en rak þegar aftur
höfuðið inn úr gættinni og sagði, að ekkert væri að flug-