Morgunn


Morgunn - 01.12.1964, Blaðsíða 34

Morgunn - 01.12.1964, Blaðsíða 34
112 MORGUNN Hvað er nú að segja um þessar tilraunir til þess að koma í veg fyrir það, sem í vændum er? Sýnilega geta ESP-fyrirbæri ýmissa tegunda orðið mönnum til viðvör- unar ekici siður en hvað annað og afstýrt slysum, ef rétti- lega er við brugðizt. Erfiðleikarnir eru í því fólgnir, að ESP-áhrifin eru oft ekki nógu skýr og ákveðin til þess að unnt sé að gera skynsamlegar gagnráðstafanir. Og þá er hætt við, að þær komi ekki að haldi. I öðru lagi er það, að ekki verður við allt ráðið. Enda þótt vitrunin sé skýr, getur atburðurinn verið þannig vaxinn, að ógerlegt er að koma í veg fyrir hann. Þá segja menn, að það séu forlög. Ennfremur getur atburðurinn verið svo víðtækur, að hann snerti marga samtímis, og verður þá allt örð- ugra viðfangs. Á fræðilegan hátt er erfitt. að gera grein fyrir atvik- um, sem séð eru fyrir, en komið í veg fyrir að eigi sér stað. Jafnvel þótt litið sé aðeins á þau dæmi, þar sem forvitund sýnist greinilega eiga sér stað, er erfitt að full- yrða það fortakslaust, að atvikið hefði átt sér stað, ef ekki hefði verið komið í veg fyrir það. Ef til vill hefði það alls ekki skeð. Ef til vill voru hinar ytri aðstæður, sem voru að skapast, séðar fyrir, en ekki það atvik sjálft, sem komið var í veg fyrir. Þar hafi verið um eitthvað annað að ræða. Það er t. d. ekki öldungis víst, að barn- ið hefði dáið í vöggunni, þótt ljósakrónan hefði dottið ofan á það. Og það er ekki heldur víst, að drengurinn hefði drukknað, þótt hann hefði farið að heiman með skátunum. Ekki er óhugsandi, að sá hluti draums, sem varðar sjálft slysið, geti verið ávöxtur skapandi ímynd- unarafls, sem hinar fyrirséðu aðstæður í draumnum gáfu tilefni til. Þetta er fræðilegur möguleiki, enda þótt slík- ur draumur virðist vera samfelld heild, en ekki samsett- ur af tveim ólíkum þáttum. Um þetta er ekki unnt að segja með fullri vissu. Unga barnið var tekið úr vögg- unni. Og það var komið í veg fyrir, að hitt barnið færi út að ánni. Því er ekki unnt að fullyrða um það, hvað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.