Morgunn - 01.12.1964, Page 34
112
MORGUNN
Hvað er nú að segja um þessar tilraunir til þess að
koma í veg fyrir það, sem í vændum er? Sýnilega geta
ESP-fyrirbæri ýmissa tegunda orðið mönnum til viðvör-
unar ekici siður en hvað annað og afstýrt slysum, ef rétti-
lega er við brugðizt. Erfiðleikarnir eru í því fólgnir, að
ESP-áhrifin eru oft ekki nógu skýr og ákveðin til þess
að unnt sé að gera skynsamlegar gagnráðstafanir. Og þá
er hætt við, að þær komi ekki að haldi. I öðru lagi er það,
að ekki verður við allt ráðið. Enda þótt vitrunin sé skýr,
getur atburðurinn verið þannig vaxinn, að ógerlegt er
að koma í veg fyrir hann. Þá segja menn, að það séu
forlög. Ennfremur getur atburðurinn verið svo víðtækur,
að hann snerti marga samtímis, og verður þá allt örð-
ugra viðfangs.
Á fræðilegan hátt er erfitt. að gera grein fyrir atvik-
um, sem séð eru fyrir, en komið í veg fyrir að eigi sér
stað. Jafnvel þótt litið sé aðeins á þau dæmi, þar sem
forvitund sýnist greinilega eiga sér stað, er erfitt að full-
yrða það fortakslaust, að atvikið hefði átt sér stað, ef
ekki hefði verið komið í veg fyrir það. Ef til vill hefði
það alls ekki skeð. Ef til vill voru hinar ytri aðstæður,
sem voru að skapast, séðar fyrir, en ekki það atvik sjálft,
sem komið var í veg fyrir. Þar hafi verið um eitthvað
annað að ræða. Það er t. d. ekki öldungis víst, að barn-
ið hefði dáið í vöggunni, þótt ljósakrónan hefði dottið
ofan á það. Og það er ekki heldur víst, að drengurinn
hefði drukknað, þótt hann hefði farið að heiman með
skátunum. Ekki er óhugsandi, að sá hluti draums, sem
varðar sjálft slysið, geti verið ávöxtur skapandi ímynd-
unarafls, sem hinar fyrirséðu aðstæður í draumnum gáfu
tilefni til. Þetta er fræðilegur möguleiki, enda þótt slík-
ur draumur virðist vera samfelld heild, en ekki samsett-
ur af tveim ólíkum þáttum. Um þetta er ekki unnt að
segja með fullri vissu. Unga barnið var tekið úr vögg-
unni. Og það var komið í veg fyrir, að hitt barnið færi
út að ánni. Því er ekki unnt að fullyrða um það, hvað