Morgunn - 01.12.1964, Page 39
MORGUNN
117
í'akleitt að steininum, sem lá í ánni nákvæmlega þar,
sem ég hafði horft á hann í svefninum. Mér voru seinna
boðnir 300 daiir í þennan stein, en ég tímdi ekki að láta
hann.“
Þetta geta naumast talizt fjarhrif, þar sem um dauðan
hlut er að ræða. Beinast iiggur við að ætla, að maður-
inn hafi beinlínis (eða sál hans) farið úr likamanum og
á staðinn, þar sem steinninn lá.
Rússneskur maður í Bandaríkjunum, sem áður átti
heima í Kharkov, segir svo frá:
,,Á árunum 1930—33 var fjöldi manna fangelsaður í
Rússlandi vegna ákæru um leynisamsæri gegn Stalin. Á
meðal þeirra var unnusta mín, Helen að nafni. Við vor-
um mjög ástfangin og samband okkar bæði innilegt og
gott. Fimm mánuðum seinna dreymdi mig afar ljósan
draum. Fg þóttist vera staddur í fangaklefanum, þar sem
Helen og önnur stúlka, sem ég ekki þekkti, sátu á rúm-
fleti og voru að tefla eins konar skák, sem ég þó áttaði
uiig ekki greinilega á. Ég virti þær og klefann mjög vand-
lega fyrir mér, en hins vegar virtust þær ekki sjá mig.
% setti á mig allt, sem þarna var inni: rúmfletið, litla
borðið, stólana og gluggann, sem luktur var til hálfs af
járnspeldi. Ég þóttist meira að segja klifra upp á annan
stólinn, og sá þá turn dómkirkjunnar góðan spöl í burtu.
Fangelsið var fullra tíu kílómetra leið frá heimili mínu.
Og i þá níu mánuði, sem Helen var lokuð þar inni, feng-
um við hvorki að sjást né skiptast á bréfum. Leyniþjón-
Ustan rússneska kom í veg fyrir það, enda beitti hún öll-
um ráðum til þess að fá Helen til þess að játa skriflega
bann glæp, sem hún aldrei hafði framið.
Þegar engin leið var að fá hana til þess að játa á sig
Ueina sekt, var hún að lokum látin laus. Það varð mikill
fugnaðarfundur og Helen sagði mér alla sögu sína. Með-
ul annars gat hún þess, að fyrir um það bil fimm mán-
bðum hefði hún verið flutt úr einmenningsklefa sínum og
1 annan klefa, þar sem stúlka var fyrir. Þá minntist ég