Morgunn - 01.12.1964, Side 42
120
MORGUNN
hún af því fólki, er með lestinni var. Og hún tekur fram,
að þetta sé í eina skiptið, sem hún hafi orðið fyrir reynslu
af þessu tagi.
Hér á landi eru sálfarir engan veginn óþekkt fyrirbæri.
Alkunnir eru draumar hins merka og ágæta manns, Her-
manns Jónassonar frá Þingeyrum. Margir draumar hans
á æskuárunum voru knúðir fram af viljaafli hans sjálfs
eða eftir beiðni annarra. Er það engan veginn óþekkt og
hef ég lesið erlendar frásagnir í þær áttir.
Eitt sinn var vant síðla vetrar nitján sauða frá Mýri
í Bárðardal. Þar átti Hermann þá heima og var hann
beðinn að láta sig dreyma sauðina. Um morguninn sagði
hann draum sinn, lýsti nákvæmlega þeirri leið, sem hann
hafði farið í svefninum og hvar hann loks hefði séð sauð-
ina! Eftir þeirri tilvísun fann bóndinn þá daginn eftir.
Ennþá einkennilegri er þó sagan um Kolu, á, sem tap-
aðist um hávetur. Um nóttina di’eymdi Hermann, að til
hans kom maður og kvaddi hann til ferðar með sér að
leita að Koiu. Benti hann honum, hvar hann skyldi leggja
upp fjallið og sagði nákvæmt til vegar að gjótu, sem Kola
hefði dottið í og nú væri skeflt yfir. En það allra undar-
legasta — og raunar ótrúlegasta — við söguna er það,
að þegar pilturinn vaknar, er hann raunverulega staddur
uppi í fjalli á þeim stað, sem hann hafði dreymt, og er
að sópa snjónum ofan af gjótunni, þar sem Kola var
niðri í.
Hér er um meira en sálfarir að ræða. Sálin tekur lík-
amann beinlínis með sér í ferðalagið, til þess að unnt sé
að bjarga rollunni þegar í stað.
Svipaðar sagnir eru til um ,,Drauma-Jóa“ á Langanesi
norður. Eru ekki ýkja mörg ár síðan hann dó. Um hann
og drauma hans skrifaði próf. Ágúst H. Bjarnason bók,
sem er merkileg heimild, svo langt sem hún nær. Drauma-
Jói fór ekki aðeins sálförum í draumi, þannig að hann
gat lýst, er hann vaknaði, þeim stöðum, sem hann hafði
farið um, heldur mátti með varúð tala við hann sofandi