Morgunn


Morgunn - 01.12.1964, Page 42

Morgunn - 01.12.1964, Page 42
120 MORGUNN hún af því fólki, er með lestinni var. Og hún tekur fram, að þetta sé í eina skiptið, sem hún hafi orðið fyrir reynslu af þessu tagi. Hér á landi eru sálfarir engan veginn óþekkt fyrirbæri. Alkunnir eru draumar hins merka og ágæta manns, Her- manns Jónassonar frá Þingeyrum. Margir draumar hans á æskuárunum voru knúðir fram af viljaafli hans sjálfs eða eftir beiðni annarra. Er það engan veginn óþekkt og hef ég lesið erlendar frásagnir í þær áttir. Eitt sinn var vant síðla vetrar nitján sauða frá Mýri í Bárðardal. Þar átti Hermann þá heima og var hann beðinn að láta sig dreyma sauðina. Um morguninn sagði hann draum sinn, lýsti nákvæmlega þeirri leið, sem hann hafði farið í svefninum og hvar hann loks hefði séð sauð- ina! Eftir þeirri tilvísun fann bóndinn þá daginn eftir. Ennþá einkennilegri er þó sagan um Kolu, á, sem tap- aðist um hávetur. Um nóttina di’eymdi Hermann, að til hans kom maður og kvaddi hann til ferðar með sér að leita að Koiu. Benti hann honum, hvar hann skyldi leggja upp fjallið og sagði nákvæmt til vegar að gjótu, sem Kola hefði dottið í og nú væri skeflt yfir. En það allra undar- legasta — og raunar ótrúlegasta — við söguna er það, að þegar pilturinn vaknar, er hann raunverulega staddur uppi í fjalli á þeim stað, sem hann hafði dreymt, og er að sópa snjónum ofan af gjótunni, þar sem Kola var niðri í. Hér er um meira en sálfarir að ræða. Sálin tekur lík- amann beinlínis með sér í ferðalagið, til þess að unnt sé að bjarga rollunni þegar í stað. Svipaðar sagnir eru til um ,,Drauma-Jóa“ á Langanesi norður. Eru ekki ýkja mörg ár síðan hann dó. Um hann og drauma hans skrifaði próf. Ágúst H. Bjarnason bók, sem er merkileg heimild, svo langt sem hún nær. Drauma- Jói fór ekki aðeins sálförum í draumi, þannig að hann gat lýst, er hann vaknaði, þeim stöðum, sem hann hafði farið um, heldur mátti með varúð tala við hann sofandi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.