Morgunn - 01.12.1964, Síða 44
122
MORGUNN
miðilsástandi eða dásvefni, er það, að sálfarinn getur
engin afskipti eða áhrif haft á það, sem hann sér, t. d.
ekki fært hluti úr stað eða þess háttar.
Allar tilraunir í þessa átt eru þó miklum vandkvæðum
bundnar og verulegur árangur næst ekki nema endrum
og eins. Og enda þótt sumir vísindamenn telji sig stund-
um hafa náð undraverðum árangri við einstakar tilraunir,
eru jafnan til þeir menn, sem tortryggja þær niðurstöð-
ur og telja þær byggðar á of veikum grundvelli, og ekki
gætt allra þeirra ráðstafana til öryggis, sem æskilegar
og nauðsynlegar mætti telja, eða slá því beinlínis fram,
að brögð hafi verið höfð í tafli. Þetta hefur jafnvel átt
sér stað, þótt frægir vísindamenn hafi átt í hlut.
Ein af þeim allra merkilegustu tilraunum, sem gerðar
hafa verið varðandi sálfarir í sambandi við dáleiðslu, var
tilraun, sem vísindamaðurinn franski, Pierre Janet, gerði
og var hin einkennilega Leonie sú, sem dáleidd var. Hið
merkilegasta við þessa tilraun var það, að það voru al-
gjörlega óvænt atvik, sem gáfu henni aðalgildið sem
sönnun fyrir sálförum.
Tilraun þessi var gerð í Le Havre. Og þegar Leonie
var komin í mjög djúpan dásvefn var henni sagt að fara
rakleitt á tilraunastofu próf. Charles Richet í París.
Skyndilega hrópar hún upp úr svefninum, að hún sjái bál
og segir, að það sé kviknað í einhvers staðar, án þess
að geta þó nánar gert grein fyrir því. Síðar kom í ljós,
að kviknað hafði í tilraunastofu próf. Richet svo að segja
á sömu stundu og tilraun þessi var gerð og brann húsið
til kaldra kola.
Þeir, sem ekki beinlínis berja höfðinu við steininn og
neita að trúa því, að rétt sé skýrt frá, neyðast til að við-
urkenna, að annað hvort hafi hér verið um sálfarir að
ræða eða að minnsta kosti fjarskyggni á háu stigi. Verð-
ur og aö viðurkenna það, að oft getur verið mjög örð-
ugt að skera úr um það, varðandi einstök fyrirbæri, hvort
þar sé um fjarskyggni eða sálfarir að ræða.