Morgunn - 01.12.1964, Qupperneq 48
126
MORGUNN
fundinum og sannleikanum samkvæmt vottar undirritað-
ur hinn 3. nóv. 1934.
E. G.
Við nákvæma athugun og saroanburð kom í ljós, að
yfirleitt var íbúðinni sjálfri og þeim hlutum, sem þar voru
inni, rétt lýst. Það sem á milli bar var þetta:
1. Myndin á arinhillunni er ekki hópmynd, heldur
Búddhalíkneski, en hjá því standa reykelsisker og aðrir
smáhlutir. En í rauninni er það undravert, hve vel hún
lýsir því, sem þarna stóð, t. d. klukkunni. Lýsingin á henni
var hárrétt, það sem hún náði.
2. Bókin á borðinu var Biblían, en framan við hana
voru bundin sérstök blöð, ætluð fyrir fjölskyldumyndir.
Hún segir nákvæmlega rétt til um myndirnar af W. og
dóttur hans, og að báðar voru á hægri síðu. Hugsanlegt
er, að hún hafi einhvern tíma heyrt W. nefndan og að
hann ætti dóttur, sem héti Rut. En að hún gæti þekkt
þau á mynd, telur dr. Björkhem með öllu útilokað.
3. í bókaskápnum var Lagasafnið sænska, sem raunar
er mjög sjaidséð í einkabókasöfnum Hins vegar var Nor-
disk Familjebok þar ekki, né heldur Miðaldasaga Manner-
heims. En bækur voru þarna um svipuð efni. Og víst voru
þar bækur í rauðu bandi. 1 skápnum var einnig bók með
blaðsiðutalinu 10 hægra megin, sem er mjög sjaldgæft,
eins og allir vita. Aftur á móti var það ekki rétt, sem hún
las í bókinni.
4. Málverk í svartri umgjörð var þarna inni, en það
er ekki málað af Virgin 1902, heldur stendur á því E. W.
1916. Annað málverk var þar einnig í gylltum ramma.
Það er af vatni og umhverfi þess, og sér á hafið í baksýn.
Einnig var þarna mynd af hollenzkri stofu og er þar ung
stúlka að lesa og sér á bak henni. Um það sagði hún:
„Mér sýnist það vera af stúlku.“
5. Borðið, sem hún hélt að væri teborð, er skrifborð
með glerplötu. Af ásettu ráði var henni sagt að þreifa