Morgunn - 01.12.1964, Side 52
130
MORGUNN
gizka á, að það hafi upphaflega verið skráð í Egyptalandi
um miðja 14. öld fyrir fæðingu Krists. Má vera, að sum-
um þyki hér vera sælzt eftir helzti gamalli speki, sem
orðin sé úrelt og ekki við hæfi nútímans. Því get ég að-
eins svarað þessu: Ef þessi gömlu. orð eiga ekkert erindi
til þín og þú hefur í raun og veru ekkert af þeim að læra
— þá óska ég þér til hamingju.
íhugun.
Ver hreinskilinn við sjálfan þig og íhugaðu til hvers
þú varst skapaður.
Ihugaðu getu þína, hvers þér er vant, svo og afstöðu
þína til annarra manna. Á þann hátt öðlast þú þekkingu
á skyldum lífsins, og hún mun leiðbeina þér á öllum veg-
um þínum.
Eigi skalt þú tala eða framkvæma fyrr en þú hefur
vegið orð þín og rannsakað þýðingu þeirra skrefa, sem
þú hyggst ganga. Þá mun ávirðingin víkja frá þér og
skömmin verða framandi í húsi þínu. Þá mun iðrunin
verða þér fjarlæg og harmatárin skulu ekki væta kinnar
þínar þessa heims né annars.
Hinn fljótfærni beizlar ekki tungu sína. Hann talar í
tíma og ótíma og flækir sig í heimsku sinna eigin orða.
Eins og sá, sem anar áfram og stekkur yfir girðing-
una, á það á hættu að falla í síkið handan hennar, þannig
fer fyrir þeim, sem flanar að öllu, áður en hann hefur
athugað afleiðingar breytni sinnar eða þá ábyrgð, sem
hún bakar honum.
Hlýð því á rödd íhugunarinnar með fullri gát. Hún mæl-
ir orð vizkunnar og leiðir þig á vegu öryggis og sannleika.
liógva»rð.
Hver ert þú, maður, að þú miklist af vizku þinni og
gortir af mannkostum þínum?