Morgunn - 01.12.1964, Qupperneq 75
MORGUNN
153
Þá sagði Prajapati þeim að búast sinu bezta skarti og
fara síðan og skoða sig í tjörninni. Þetta gerðu þeir, og
þegar hann spurði, hvað þeir hefðu séð, svöruðu þeir:
,,Við sáum sjálfa okkur alveg eins og við erum, vel til
hafða og í sparifötunum."
,,Þannig sjá menn vissulega sjálfa sig,“ svaraði Praja-
Pati, „og þetta sjálf er ódauðlegt og óttalaust.“
Og lærisveinarnir héldu heim á leið og voru harla
glaðir.
En þegar Prajapati horfði á eftir þeim, var honum
harmur i huga og hann sagði við sjálfan sig: „Þarna fara
þeir báðir án þess að gera sér greir. fyrir eða skilja sinn
sanna, innri mann. Sá, sem aðhyllist slíka villukenningu
um sitt sanna eðli, hlýtur að farast..“
Ánægður yfir því að hafa fundið sjálfan sig sneri Viro-
chana heim aftur til þursanna og hóf að kenna þeim, að
hinn sýnilegi líkami skyldi mest metinn og honum ein-
um bæri að þjóna til þess að öðlast öll gæði bæði þessa
heims og annars. Og þessi er kenning þursanna enn þann
dag í dag.
En á meðan Indra var á leiðinni heim til goðana, skild-
ist honum, hve fánýt þessi þekking var í raun og veru.
,,Úr því þetta sjálf,“ hugsaði hann, „er vel til haft,
hegar líkaminn er vel til hafður og býst skrautklæðum,
hegar líkaminn er búinn skarti, þá hlýtur það líka að vera
sjónlaust, þegar líkaminn er blindur, haltra þegar líkam-
inn er haltur, hrörna þegar líkaminn hrörnar. Það hlýt-
Ur meira að segja að deyja þegar likaminn deyr. Ég fæ
t>ví ekki séð, að þessi þekking komi að neinu haldi.“
Og Indra sneri aftur til Prajapati til þess að öðlast full-
komnari fræðslu. Prajapati skipaði honum að vera hjá
sér í önnur þrjátíu og tvö ár. Þá tók hann fyrst að segja
honum til smátt og smátt.
„Sá sem gengur um í draumi,“ sagði Prajapati, „nýtur
fress, sem fyrir hann ber í ljóma og dýrð — það er hinn
sanni, innri maður, ódauðlegur og óttalaus."