Morgunn


Morgunn - 01.06.1968, Page 36

Morgunn - 01.06.1968, Page 36
30 MORGUNN hvítu á bæklingnum. Þangað mátti hringja ef manni lá á. Ég greip simatólið. Tuttugu mínútum seinna komu tveir menn inn til mín. Þeir voru bæði alúðlegir og vingjamlegir, og ekki unnt að lesa nokkum álösunarvott úr augum þeirra. Annar þeirra sagði, að ég sýndist anzi þunnur, og gaf mér svolítið viskí í glas. Hann brosti góðlátlega og sagðist mætavel kannast við þessa líðan af eigin reynd; og saga hans, sem hann sagði mér umbúðalaust og án allra málalenginga, var ennþá hryggilegri og dapurlegri en mín. Báðir virtust þeir telja það með öllu sjálfsagðan hlut, að ég mundi fljótlega rísa upp aftur fyrir kraft þess volduga máttar, sem þeim hefði sjálfum verið gefinn. Ég varð rólegri eftir því sem þeir töl- uðu lengur við mig. Ég gat að minnsta kosti hlustað á tal þeirra, enda þótt ég yrði meira og minna gagntekinn af kvíða fyrir því, að þeir fæm aftur frá mér og skildu mig eftir einan. En þeir skildu mig ekki einsamlan eftir. Þeir hringdu á tvo menn aðra, sem komu um hæl og áður en hinir fóru. Þeir voru einnig alúðin og einlægnin sjálf, og það stóð ekki á þeim að segja mér, hvað orðið hefði þeim til bjargar. Ég sagði fátt, en hlustaði með athygli. Þannig hélt þessu áfram í þrjá sólarhringa. Þeir viku ekki frá mér. Og að lokum hætti ég að velta fyrir mér þeirri gátu, hvaða hag þeir sæju sér í þvi að reyna að hjálpa mér, en viðurkenndi það blátt áfram, að svona óeigingjarnir menn væru til í raun og veru. Hver þeirra um sig hafði sína sögu að segja, og sumar þeirra voru ennþá dapurlegri en það, sem ég hafði sjálfur reynt. En ég fann, að margt var sameiginlegt reynslu þeirra og minni. Á þriðja degi blasti það skyndilega við mér, að post- ulinn vissi vel, hvað hann var að fara, er hann sagði, að trúin sé fullvissa um það, sem menn vona. Trúin varð að vera næsta skrefið, trúin á hinn mikla mátt, sem þessir vinir mínir töluðu um. Ég var viss um, að þeir áttu þar við Guð, þótt þeir nefndu ekki nafn hans beinlínis. Ég hafði talið mér trú um, að ég þekkti Guð, og til hans hafði ég oft
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.