Morgunn - 01.12.1985, Blaðsíða 22
til neins framhaldandi, til hvers gagns er þá yfir höfuð
að lifa? Ekki sízt í þess konar heimi, sem vér nú erum
umkringd af.
Þessum spumingum reynir heimsspekin að svara með
hugsunarréttum ályktunum og heilabrotum út frá gefnum
staðreyndum. Guðfræðin gjörir að nokkru leyti hið sama.
En hún treystir einnig að miklu leyti á hugmyndir og
persónulega reynslu fárra manna, sem hafa verið viður-
kenndir dulspekingar, helgir menn og trúarbragðahöfund-
ar. Svo að þegar allt kemur til alls, verða hugmyndir bæði
heimsspekinga og guðfræðinga svipaðar (fyrir leikmann-
inn) tiltölulega trúfræðislegar, sögulegar eða erfisagna-
legar, án þess að hafa reynslugrundvöll.
Nútíma spíritismi aftur á móti kýs heldur að prófa
það, sem hann byggir á, í Ijósi beinnar persónulegrar
reynslu, að því er virðist með nokkuð svipuðu móti og því
sem erfikenningarleg trúarbrögð byggja á. Hann byggir
að vísu ekki eins á trú, heldur á löngun til að finna sann-
leikann, hvað sem það kostar. Að minnsta kosti á það við
um alla einlægustu áhangendur hans. Meðal þeirra eru
ekki fáir hinna mestu vitsmunamanna og heimsspekilega
menntuðu vísindamanna, sem uppi hafa verið og eru nöfn
þeirra svo kunn, að ekki þarf að telja þau upp.
Hinar ýmsu tegundir sálrænna fyrirbrigða eru sömu
leiðis svo vel kunnar þeim, sem hafa kynnt sér málið, að
ekki þarf að telja þær upp; þér munuð eitthvað kannast
við þær flestar. Það mundi taka of langan tíma.
Þessi orð doktors Mabys í erindi, er hann flutti um sál-
arrannsóknamálið og sálræn fyrirbrigði 11. maí síðast-
liðinn, þótti mér hlýða að hafa að almennum inngangsorð-
um, þótt ekki sé heldur ætlun mín, að telja upp hin ýmsu
fyrirbrigði.
Aftur á móti ætla ég að segja nokkuð frá einu sérstöku
fyrirbrigði, sem þykir vera eitt hið þýðingarmesta og
sanna bezt og óvéfengjanlegast að sál mannsins lifir sjálf-
stæðu lífi óháð efnislíkamanum og heldur áfram að lifa
20
MORGUNN