Morgunn - 01.12.1985, Blaðsíða 40
STEINDÓR STEINDÓRSSON,
MENNTASKÓLAKENNARI:
Andróðurinn
gegn spíritismanum
Aðfararorö.
Stundum kemur það fyrir, að einstök viðfangsefni, haria
óskyld dagsins önn og argaþrasi, sækja í hug manns og
ónáða hann langan eða skemman tíma. Þau koma eins og
óboðnir gestir, þegar minnst varir, helzt á kyrrlátum
stundum, en einnig geta þau verið svo ásækin, að þau
skjóta upp kollinum mitt í striti og stríði hinna daglegu
starfa. Venjulega yfirgefa þau mann þó von bráðar, sé
þeim ekki sinnt, eða í hæsta lagi þau verða samræðuefni
í góðum vinahópi. Eitt þessara efna hefur ónáðað mig um
hríð. Það er raunar langt síðan það skaut fyrst upp koll-
inum, en upp á síðkastið hefur það gerzt svo áleitið, að
ég sé mér ekki annað fært, til þess að losna við ásókn þess
að minnsta kosti í biii, en grípa pennann og rabba um
það stundarkorn við sjálfan mig og pappírinn. Þetta við-
fangsefni er afstaða manna tii spíritismans, og einkum þó
sá mótþrói og andróður, sem hann mætir og hefur mætt
hjá mörgum. Það skal þegar tekið fram, að hugleiðingar
mínar um þessi efni eru ekki skráðar í áróðursskyni. Því
síður að ég sé nokkur sérfræðingur í þessum efnum. Kynni
mín af þeim hafa að mestu verið á hlaupum. Heidur eru
þetta einungis hugsanir áhorfanda, sem leitast við að vega
og meta rökin með og móti. En satt að segja virðist mér
enginn maður, sem eitthvað hugsar út yfir sitt daglega
38
MORGUNN