Morgunn - 01.12.1985, Blaðsíða 38
hafa mismunandi sveifluhæð, mætti helzt líkja þessu við
eins konar væga sprengingu. Af þessum ástæðum er stillt
svo til, að aðskilnaður líkamanna fari ekki fram með of
snöggum hætti, eterlíkaminn er látinn dragast frá efnis-
líkamanum með hægð og sveiflustig hans samtímis hækkað
og af sömu ástæðum tekur sameining þeirra einatt nokk-
urn tíma, en allt gerist þetta samkvæmt lögbundinni and-
legri orku. Þessi orka er sístarfandi afl í alheiminum. Enn
er starfsemi hennar vísindamönnunum að miklu leyti ráð-
gáta, en fyllri þekkingu á starfsemi hennar munu þeir
einkum í framtíðinni finna í sérstökum vökvum.
Ef læknavísindin vilja ekki að svo komnu viðurkenna
veruleika eterlíkamans, þá verða þau að gera grein fyrir
því, hvar vitund mannsins dvelur, þegar maðurinn hefir
misst vitund um persónulega tilveru sína af einhverjum
ástæðum, eða þegar um djúpt svefnástand er að ræða.
Ef sál mannsins eða hinn raunverulegi persónuleiki
hans hverfur yfir í önnur víðáttumeiri vitundarsvið, hvíl-
ir jarðneskur líkami hans í vitundarvana ástandi. Allar
vélar eru í kyrrstöðujafnvægi nema þegar þeim er stjórn-
að af sjálfstæðu vitsmunaafli. Efnislíkami mannsins er
aðeins vél, sem stjórnað er af andlegri orku. Ef orka þessi
sleppir tökum og stjórn á líkamsvélinni, kemst hún í kyrr-
stöðujafnvægi og heldur áfram að vera það, ef um full-
kominn aðskilnað er að ræða (dauða).
1 djúpum svefni er líkami mannsins í svipuðu kyrrstöðu-
ástandi, og stundum getur þá svo farið að annað vits-
munaafl en það, er þar á heimili, geti náð tökum á efnis-
iíkamanum að meira eða minna leyti um stundarsakir.
Veldur þetta einatt því ástandi, er nefnist martröð, og get-
ur það oft orðið þeim, er fyrir henni verður, ali óþægilegt,
einkum ef gestir þeir, sem slíkar tilraunir gera, eru lítt
þroskaðir. Vanlíðan sú, er venjulega fylgir þessu ástandi,
sprettur af ólíku sveifluástandi hins aðkomandi gests og
þess, er þar á bústað.
Enn sem komið er þekkingunni á sveifluástandi mannsins
36
MOHGUNN