Morgunn - 01.06.1994, Page 9
Michael Chrichton
Miðlar Lundúnaborgar
Þau heita Spíritistasamtök Stóra-Bretlands; ég kallaði þau
dulræna veisluborðið. Þar var að finna allar tegundir miðla og
hægt að fá lestur hjá þeim fyrir aðeins 700 kr. á klukkustund-
ina. Samtökin notuðu miðlana til að laða fólk að spíritista-
trúnni. Ég hafði engan áhuga á því, aftur á móti hafði ég
mikinn áhuga á dulrænum fyrirbærum og fjölbreyttnin var
dásamleg.
Þarna voru miðlar sem unnu með hlutskyggni, héldu á hlut
meðan á lestrinum stóð, svo voru miðlar sem byrjuðu lesturinn
um leið og maður kom inn úr dyrunum. Það voru miðlar sem
lásu úr telaufum, aðrir sem lásu úr tarot spilum eða blómum og
einn gerði eitthvað með sandi; þama voru miðlar sem sögðu
frá fjölskyldu manns, látnum ættingja eða fyrri lífum. Sumir
miðlarnir voru mjög sálfræðilegir í framkomu en aðrir
beinskeyttir. í allt voru fjörutíu miðlar tengdir samtökunum og
fyrir áhugamann var það ótrúlega spennandi.
Ég fór þangað næstum daglega á leiðinni heim úr vinnunni.
Þegar komið er inn um dyrnar, gengur maður fram hjá stól
Sir Arthur Conan Doyle, sem er frægasti og áhrifamesti með-
limur samtakanna frá upphafi. Þessi stóll vakti mig alltaf til
umhugsunar. Hver sá sem er menntaður í vísindum og fær
áhuga á dulspeki hlýtur að huga vel að fordæmi Sir Arthur
Conan Doyle.
7