Morgunn


Morgunn - 01.06.1994, Síða 10

Morgunn - 01.06.1994, Síða 10
MORGUNN Skapari Sherlock Holmes var skoskur læknir, fyrrverandi katóliki, ötull íþróttamaður og sannur herramaður af gamla skólanum. Þó að hann sé mest tengdur við hinn svala og úthugsaða leynilögreglumann sem hann skapaði, þá hafði Conan Doyle þegar á námsárum sínum áhuga á spíritisma, dulhyggju og lífsháspeki. í sögunum hans er oft að finna dulrænan þráð; í sögum eins og „The Hound of the Basker- villes“ t.d. er samfelld spenna milli dulrænnar og jarðbund- innar lausnar á gátunni. Arið 1893 gerðist Conan Doyle meðlimur í Sálarrann- sóknarfélaginu, mjög virðulegum félagsskap, er hafði stjóm- málamanninn Arthur Balfour fyrir formann og varaformenn eins og ameríska sálfræðinginn William James og þróunar- náttúrufræðinginn Alfred Russel Wallace. En ýmsar deilur komu upp í þessum félagsskap, t.d. í sambandi við hneykslis- mál eðlisfræðingsins William Crookes og miðilsins Florrie Cook. A nítjándu öldinni voru miðilsfundir vinsælir. Hópar sem borguðu sig inn sátu í dimmum herbergjum með miðli sem reyndi að koma á sambandi við framliðna. Heilmörg hjálpartækji voru notuð: silfur trompet sem hinir framliðnu tjáðu sig í gegnum, klefar sem miðlamir voru læstir inni í, sjálflýsandi tamborínur sem svifu um loftið yfir höfðum viðstaddra. Þegar best tókst til birtist andlit eða form í útfrymi frá miðlinum. Þetta var sérsvið Florrie Cook. Meðan á fundunum hennar stóð var hún læst inni í klefa, þar sem hún fór í trans. Fljótlega birtist svo út úr klefanum stórglæsileg ung kona í sjálflýsandi klæðum og gekk um herbergið. Nafn hennar var Katie King. Eftir að William Crookes sat fund varð hann svo hrifinn af miðilshæfileikum Florrie að hann flutti hana heim til sín í nokkra mánuði svo betra væri að rannsaka fyrirbærin. Eftir nokkum tíma lýsti hann því yfir að um rauveruleg fyrirbæri væri að ræða og engin svik í tafli. 8

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.