Morgunn - 01.06.1994, Page 12
MORGUNN
mínum, ég tók mér ákveðna stellingu í stólnum í upphafi og
hélt henni síðan út fundinn.
4. Ég reyndi að tæma hugann, ef ske kynni að einhver gæti
lesið hugsanir mínar.
5. Ég lagði mig fram um að taka jafn vel eftir öllu sem sagt
var, hvort sem það passaði eða ekki. Tilhneigingin á
miðilsfundum er að vera ánægður með það sem passar en
líta framhjá hinu sem passar ekki.
Ég var ánægður með áætlunina, en gerði mér grein fyrir að
það yrði mjög erfitt að fylgja henni eftir. Þó svo að það hafi
verið ætlun mín að gefa miðlunum engar upplýsingar um mig
eftir venjulegum leiðum, þá er staðreyndin sú, að við gefum öll
hvert öðru fullt af upplýsingum um okkur með klæðnaði,
líkamsburði, stellingum, hreyfingum, lykt, hraða andardráttar
o.fl. Það er engin leið að komast hjá þessu, nema að halda
fundinn í gegnum síma. Líkamleg nærvera okkar gefur
óhjákvæmilega upplýsingar um okkur.
Ég gerði mér því grein fyrir að mér tækist aldrei að útiloka
þennan þátt alveg, en ég einsetti mér að gera hann eins lítinn
og hægt er.
Það vildi svo heppilega til að fyrsti miðillinn sem ég sat fund
hjá passaði ágætlega við áformin mín. Hún var yfir sextugt og
nærri blind. Hún heyrði heldur ekki vel, því hún hélt ég væri
frá London. Ég andmælti henni ekki. Ég sat bara kyrr. Til þess
að tæma hugann af hugsunum einbeitti ég mér að bólgnum
öklum konunnar.
Hún talaði um hitt og þetta og ekki neitt í u.þ.b. hálftíma,
en svo sagði hún allt í einu: „Hvað í ósköpunum gerir þú?“ og
var henni auðheyrilega brugðið.
Svo bætti hún strax við „ekki segja mér það. Vandinn er
bara að skilja þetta. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt.“ Síðan
sagði hún mér hvað hún skynjaði.
10