Morgunn - 01.06.1994, Síða 13
MORGUNN
Henni fannst ég vera að vinna í herbergi sem líktist
þvottahúsi, með stórum hvítum þvottakörfum og ofan í þeim
hringuðu sig svartir snákar, en samt voru þetta ekki eiginlegir
snákar. Svo heyrði hún hræðilegt hljóð sífellt endurtekið
vaaaaa-vúúúú, vúúúú-vaaaaa, og svo sá hún myndir sem
hreyfðust afturábak og áfram. Og hún skynjaði eitthvað með
gamaldags háa hatta.
Þessu gat hún ekki pússlað saman. Henni geðjaðist ekki að
þessu hljóði og snákunum. Hún sagði: „Þú ert aldeilis skrýtin
náungi.“
Eg vissi nákvæmlega hvað það var sem hún skynjaði. Hún sá
þama herbergið sem ég hafði nánast búið í síðustu vikumar,
klippiherbergið þar sem við létum filmuna ganga afturábak og
áfram á víxl sem framkallaði þessi hörmulegu hljóð. Myndin var
„Lestarránið mikla“ og allir leikaramir gengu með háa hatta.
Það var útilokað að þessi litla, hálfblinda gamla kona gæti
vitað nokkuð um þetta.
Mér leið undarlega þegar ég fór af þessum fundi og
áætlanimar virtust skipta litlu máli. Eg vissi að þó svo að ég
hefði ekki getað stjómað líkamshreyfingum mínum eða tónum
raddarinnar og þó að hún hefði ekki verið hálfblind og getað
lesið mig af útlitinu og l’ramkomu minni, þá hefði ég ekki
getað haft áhrif á þessa skynjun hennar. Klippiherbergi, sem
hún túlkaði sem þvottahús með snákum. Ekki margir í
heiminum höfðu hugmynd um hvemig klippiherbergi liti út.
Hvemig hafði hún fengið þessar upplýsingar?
Ég sá ekki nema tvo möguleika. I fyrsta lagi þá gæti ein-
hver hafa sagt henni frá því. Ég hafði pantað tímann undir öðru
nafni, en þegar ég kom inn í bygginguna gæti einhver við
afgreiðsluna hafa þekkt mig og sagt gömlu konunni hver ég
væri og að ég ynni við kvikmyndir. Ég sá engan síma inni hjá
miðlinum, en það var aldrei að vita.
Hinn möguleikinn var að hún hefði dulræna hæfileika og
að fyrirbærið ætti sér stoð í raunveruleikanum.
11