Morgunn


Morgunn - 01.06.1994, Page 20

Morgunn - 01.06.1994, Page 20
MORGUNN Ég tók líka eftir því að þeir töluðu oft eins og þeir væru að þýða. Eins og þeir væru að reyna að skipta yfir frá einu tungu- máli eða einu kerfi framsetningar til annars. Stundum varð þetta til að meiningin varð svolítið óljós hjá þeim. Kvik- myndahöfundi gæti t.d. verið lýst sem manni sem fær eitthvað í hendumar sem er búið að gera en býr til eitthvað nýtt úr því. A öðrum stundum voru lýsingarnar næstum of skýrar t.d. var ekki sagt að ég væri rithöfundur, heldur „ég sé að þú ert umkringdur af bókum“. Ég tók líka eftir því að það er eins og þeir komist á eitthvert spor sem þeir fylgja eftir, en svo er stundum eins og þeir fari út af sporinu. Þegar það gerist, þá er allt mjög óljóst eða hreinlega rangt um stund, þar til þeir finna aftur rétta sporið. Ég reyndi að taka eftir hvað kæmi þeim til að fara af rétta sporinu, og komst að þeirri niðurstöðu að það gerðist helst þegar þeir beindu athyglinni mest að mér. Ef miðlamir litu beint á mig, þá kom oft einhver venjuleg athugasemd fram eins og „þú ert ungur að árum“ eða „ansi ert þú hávaxinn“ o.fl. í kjölfarið misstu þeir oft þráðinn. Það virtist því eins og best væri fyrir þá að taka sem minnst eftir mér til þess að lesturinn heppnaðist sem best. Þegar best tókst til var eins og miðillinn væri að tala við sjálfan sig og virtist sama hvort ég væri til staðar eður ei. Að þessu leyti virðist miðilslestur vera í algerri andstöðu við sálgreiningu eða aðra persónugreiningu sem er hægt að læra, því það krefst náinnar skoðunnar á persónunni. En hjá miðlinum virtist náin athugun valda mistökum. Ég tók líka eftir því að upplýsingar frá miðlum var oft mjög óregluleg, einkennileg og stundum pirrandi blanda af merkilegum og alls ómerkilegum upplýsingum, alveg eins og allt hefði jafnt vægi. Það var eins og eðlileg dómgreind okkar varðandi vægi upplýsinga sé alveg borin fyrir borð í lestri miðilsins. Að lokum, þá var það áberandi að á vissum sviðum virðist 18 J

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.