Morgunn


Morgunn - 01.06.1994, Síða 21

Morgunn - 01.06.1994, Síða 21
MORGUNN oft gæta ruglings hjá miðlum. Þar mætti nefna hluti eða staði sem eru svipaðir t.d. fjöllin í Colorado og Sviss, strönd og eyðimörk, lögfræðirit og læknisfræðirit. Miðlarnir voru oft ruglaðir í tímasetningu, - árstíðin var oftar rétt en ártalið. Rétt röð hluta og magn reyndist líka oft rangt með farið. Það virðist því ekki raunhæft að gera kröfu til miðla um að þeir séu nákvæmir í sambandi við magn eða tímasetninu. Miðlarnir sem ég leitaði til virtust allir vera sérstakir persónuleikar og eiga fátt sameiginlegt sem manneskjur. Þeir áttu fleira sameiginlegt í því hvernig þeir nálguðust og meðhöndluðu upplýsingar. Það jók á sannfæringu mína um að þarna væri sannarlega eitthvað á seyði og að þetta fólk ætti aðgang að einhverju upplýsingaflæði sem venjulegt fólk næði ekki til. Ég vissi ekki afhverju sumir hefðu aðgang en aðrir ekki, en það virtist ekki vera neitt hókus-pókus í sambandi við þetta. Þvert á móti, þá fannst mér þau upp til hópa vera mjög hrein og bein. Það voru engir transfundir með sjálflýsandi útfrymi. Heldur sat ég bara og hlýddi á miðilinn segja frá skynjunum sínum. Tveir sögðu mér að ég hefði dulræna hæfileika. Einn sagði að ég myndi skrifa um dulræn efni. 'Eg hló að því með sjálfum mér. Eftir þrjá mánuði af heimsóknum til miðla, þá var kvikmyndin fullgerð og tími til að yfirgefa London. „Jæja?“ sagði John King við mig. „Hvað ertu búinn að ákveða?“ Ég var ekki búinn að taka neina ákvörðun. Ég vissi ekki hvað ég ætti að halda. Ég var þess fullviss að sumt fólk, hvort sem það stafaði af meðfæddum hæfileikum eða sérstakri þjálfun, hafði aðgang að annarri uppsprettu upplýsinga og gat því vitað hluti um fólk, sem við héldum að væri ekki mögulegt fyrir viðkomandi að vita. Ég var ekki eins viss um að hægt væri að sjá framtíðina. 19

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.