Morgunn - 01.06.1994, Page 27
MORGUNN
þekktastur iyrir. Hér verður lögð áhersla á að láta Harald sjálfan
tala með beinum tilvitnunum og lesnir verða kaflar úr ræðum hans
eftir því sem við á í þessari umfjöllun. Leitast verður við að tengja
þessar ræður því trúarlega umhverfi og félagslega samhengi sem
þær eru sprottnar úr.
Sjálfur leggur Haraldur á seinni hluta ævi sinnar ekki mikið upp
úr predikunarstarfí sínu fyrir 1914. Þetta sést best á því að hann
vildi síðar á ævinni ekki láta birta neitt af þeim predikunum sem
voru til frá þeim tíma er hann flutti guðsþjónustur í dómkirkjunni í
Reykjavík.2 Ekki er þó svo að predikun hans frá þeim tíma hafi
fallið í grýttan jarðveg. Asmundur Guðmundsson biskup segir frá
því að fólk hafí á þessum árum einnig þyrpst í kirkjuna til að hlýða
á hann.„Hann hreif hugi þess og náði á þeim djúpum tökum, enda
þótt þau yrðu meiri og dýpri síðar meir,“ segir Asmundur.3
Afstaða Haralds til eldri predikana sinna í dómkirkjunni mótast
að sjálfsögðu af þeirri áherslu og því mikilvægi sem hann gaf
spíritismanum í boðun kristinnar trúar, enda segir hann sjálfur í
formála að fýrri hluta predikunarsafnsins Árín og elífðin árið 1920
að: „Sé nokkuð nýtilegt í predikunarstarfi mínu og þessum ræðum,
þá er það fýrst og fremst þaðan [þ.e. frá sálarrannsóknum] runnið“.
Þær ræður sem varðveist hafa frá því fyrir 1914 sýna greinilega
að ræðusnilld Haralds var ekki bundin við boðun spíritismans. Það
er því full ástæða til að gefa þessum gömlu ræðum hans meiri
gaum þótt hann gefi þeim sjálfur ekki háa einkunn. í safni hans
sem áður er minnst á og sem að mestu leyti virðist hafa varðveist
eins og hann sjálfur gekk frá því í pökkum, hefur hann sett flestar
þessar ræður í pakka og merkt ýmist „Af-gamlar ræður“ eða
„Gamalt msl“.
Undir þessa einkunn urn fyrrihluta ræðumennsku Haralds er ekki
hægt að taka. I þessum ræðum er bæði að finna hefðbundnar ræður
í anda orþodoxíunnar og ræður þar sem áhrif frjálslyndu
guðfræðinnar koma fram. Þar er einnig að finna ræður þar sem
spíritisminn er kominn til sögunnar og hafa þær því mikið
heimildagildi vegna þess að þær sýna hvemig Haraldur vann úr
25