Morgunn


Morgunn - 01.06.1994, Síða 29

Morgunn - 01.06.1994, Síða 29
MORGUNN Menn hafa löngum skifts í tvær fylkingar í afstöðu sinni til spíritismans og Haralds sem guðfræðings - önnur með og hin á móti. Þeir vom ófáir sem töldu að hann inni beinlínis skemmdar- verk í íslensku kirkjulífi og það var reynt að fá stjómvöld til að sjá svo um að honum yrði sagt upp störfum sem uppfræðara prestsefna í íslensku þjóðkirkjunni. Aðrir hafa byggt trúarskoðanir sínar og viðhorf á ræðum og ritum hans um guðfræðileg efni. Þeir sem fylgdu honum að málum telja hann hafa með spírtismanum snúðið vöm kirkjunnar og kristninar unt aldamótin í sókn. Það er ljóst að íslenskir guðffæðingar hafa ekki komist að sameiginlegri niðurstöðu um það hvemig meta eigi hlut Haralds í guðfræði og kirkjusögu landsins. Deilumar og flokkadrættimir sem urðu á sínum tíma um Harald og spíritismann hafa í raun hindrað að fram færi eiginlegt mat á stöðu hans og hlutverki í guðfræðisögu 20. aldar. Vissulega em guðfræðilegar álterslur nú aðrar en um aldamótin, en ég held samt sem áður að það sé nauðslynlegt að Ijalla um spíritismann út frá guðfræðilegu sjónarmiði þó ekki væri til annars en að reyna að gera sér grein fyrir hugsanlegu samhengi í kristnisögu og guðfræðilegri hugsun hér á landi á 20. öld. Slíkt mat, eða endurmat, ef um það er að ræða, hlýtur að vera kirkjunni hollt þegar hún skilgreinir stöðu sína í samtímanum og býr sig undir að mæta þeirri trúarþörf sem af mörgu að dæma virðist vera mikil hjá fólki í dag, þrátt fyrir allt tal um afhelgun eða sekúlariseringu. Mikið af því trúarlífi og andlegu leit sem fer fram nú um stundir fer fram hjá kirkjunni og tengist ekki lífi og starfi safnaðanna í landinu. Það er því áhugavert að huga að þætti Haralds við upphaf spíritismans, þó svo að ekki sé í það ráðist hér að gera þá úttekt á stöðu hans og hlutverki í guðfræðisögu 20.aldarinnar sem vert væri. 27

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.