Morgunn


Morgunn - 01.06.1994, Blaðsíða 30

Morgunn - 01.06.1994, Blaðsíða 30
MORGUNN Ævi og störf Haraldur var fæddur að Grímsstöðum í Mýrarsýslu 1. desember árið 1868 og lést í Reykjavík árið 1928 þá rétt tæplega sextugur að aldri. Foreldrar hans vom Níels Eyjólfsson bóndi og Sigríður Sveinsdóttir kona hans. Afi Haralds í móðurætt var hinn þekkti klerkur og fræðimaður séra Sveinn Níelsson. Fyrri kona Sveins, Guðný Jónsdóttir, amma Haralds, var einnig þekkt fyrir gáfur sínar og hæfileika og var hún skáldmælt og hafa ljóð hennar verið gefín út. Séra Sveinn var tvíkvæntur og seinni kona hans hét Guðrún Jónsdóttir. Þeirra sonur var Hallgrímur biskup frá 1889-1908 og Elísabet Guðný sem giftist Bimi Jónssyni ritstjóra Isafoldar og síðar ráðherra. Haraldur ólst ekki upp við neitt ríkidæmi en foreldrar hans vom bæði ráðdeildarsöm, vinnusöm og heimilið skorti því ekki nauðþurftir. Sigríður sinnti uppfræðslu bamanna sjö að tölu og vitað er að hún rækti hana af mikilli aðlúð einkum kristindóms- fræðsluna.5 Móðir Haralds tók snemma eftir gáfum hans og lagði metnað sinn í að koma honum til mennta, en ekki var henni sama hver sú stofnun væri sem við honum tæki né hverja hann umgengist. Bréf hennar til bræðra hennar Hallgríms og Jóns Aðalsteins, sem einnig var langskólagenginn og um tíma kennari við Lærða skólann í Reykjavík, bera þess vitni að stundum hafí henni fundist þröngt um sig í stöðu bóndakonunnar. Eflaust hefur þetta eflt áhuga hennar á þvf að böm hennar kæmust til mennta og áhrifa í samfélaginu. Þessi áhugi beindist einkum að yngsta syninum, Haraldi. Hún skrifar um uppeldis og skólamál í bréfí sínu til Jóns bróður síns og minnist á Lærða skólann í Reykjavík og segir að það fari ekki nógu gott orð af honum sem uppeldisstofnun og er hún þá með framtíð Haralds sonar síns í huga. Hún skrifar: „... og vildi ég óska að Drottni þóknaðist að senda þangað góða 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.