Morgunn - 01.06.1994, Page 37
MORGUNN
Þorsteins sýnir vel hve átökin voru hörð um afstöðu til trúar og
kirkju um aldamótin. Það er líka athyglisvert að viðhorf einstakra
manna breyttust mikið á þessum árum og sýnir það best hversu
mikið byltingarskeið aldamótaárin vom í andlegu lífi þjóðarinnar.
Vamarbarátta Haralds og félaga hans var samtímis háð á fleiri
vígstöðvum. Hún var háð innan Góðtemplarareglunnar, sem þá var
í miklum uppgangi og í Stúdentafélaginu. I síðamefnda félaginu
skám Haraldur og félagar upp herör gegn kristindómsgagnrýninni
og öllu því sem þeir töldu vera siðspillandi áhrif efnishyggjunnar.
Þeir vom mjög viðkvæmir fyrir því að kristindómurinn væri
hafður í flimtingum. Þegar Stúdentafélagið stóð fyrir skemmtun
þar sem drykkjuvísur vom fluttar og vegið að helgi kristinnar trúar
túlkuðu þeir það sem argasta guðlast. Haraldur sagði sig úr
Stúdentafélaginu ásamt nokkmm samherjum sínum af þessum
ástæðum. Þar með má segja að góður jarðvegur hafi verið kominn
fyrir sérstakt Kristilegt stúdentafélag, en það var stofnað árið 1898.
Asamt Haialdi var þar Einar Hjörleifsson, sem síðar tók sér
eftimafnið Kvaran. Það var einmitt Einar sem fyrstur vakti athygli
Haralds á sálarrannsóknunum og fékk hann til að taka þátt í
miðilsfundum. Einar hafði á námsámm sínum snúist til and-
kristilegrar stefnu Georgs Brandesar og mótast af raunsæisstefnu
þeirri sem Brandes boðaði og hafði mótað viðhorf Þorsteins
Erlingssonar, Guðmundar Hannessonar og fleiri menntamanna.
Einar bjó um tíma í Kanada þar sem hann starfaði við blaða-
mennsku. Fljótt eftir heimkomuna varð hann áhrifamikill ritstjóri
og rithöfundur og samherji Bjöms Jónssonar síðar ráðherra.
Lífsreynsla Einars hafði þá máð hina andkristilegu afstöðu úr
lífsviðhorfi hans og leitaði hann á þessum ámm kjölfestu í
kristindóminum.
Einar og Björn Jónsson vom leiðandi menn innan Góð-
templarareglunnar, sem segja má að hafi verið stórveldi í félagslífi
og þjóðmálum á Islandi í upphafi þessarar aldar. Bjöm Jónsson var
einnig leitandi maður á andlega sviðinu. Hann var meðlimur
35