Morgunn - 01.06.1994, Page 38
MORGUNN
Swedenborgarkirkjunnar í Kaupmannahöfn, en henni hafði hann
kynnst þar á námsárum sínum. Segja má að sú kirkja hafi
sameinað andahyggju og skynsemistrú. Ásamt Haraldi vom það
þessir tveir vinir og félgar Haralds, sem komu af stað þeirri
hreyfingu sem spíritisminn varð á Islandi. Þeir vom allir mjög
virkir þátttakendur í félags- og menningarmálum og glímdu allir
hver á sinn hátt við spuminguna um siðferðisgmndvöll þess nýja
þjóðfélags sem var í mótun á Islandi á þessum ámm. Allir sáu þeir
hættuástand framundan ef áhrif kristninnar meðal landsmanna
minnkuðu.
Hvað Harald snertir má sjá þessa baráttu í predikunum hans
áður en hann varð fyrir áhrifum frá spíritismanum. Vart er hægt að
fínna betri heimildir um guðfræði og lífsviðhorf prests en safn
predikana, einkum ef um er að ræða predikara sem tekur hlutverk
sitt alvarlega og hefur þor til að takast á hendur þá glímu sem
meginviðfangsefni predikunarinnar óhjákvæmilega er. Sú glíma
felur í sér mikil átök einkum á tímum mikilla breytinga í
guðfræðilegri hugsun og þegar endurskoðunar er þörf á stöðu
kirkjunnar í samfélaginu. Aldamótin vom einmitt tími umbyltinga
á þessum sviðum. í þeirri hringiðu stóð Haraldur Níelsson sem
predikari og hann tók hlutverk sitt alvarlega og var frábærlega vel í
stakk búinn til þeirrar glímu sem það fól í sér.
77/ varnarfyrir kristindóminn
Séra Jakob Jónsson nemandi og fylgismaður Haralds í
guðfræðilegum efnum sagði um hann í tilefni af aldarafmæli hans
1968:
„Séra Haraldur var stórbrotinn maður í hugsun, og tilfinningar
hans léku fjölbreytilegum strengjum, svo að það er engan veginn
auðvelt að gefa sanna mynd af honum eða kynna hann þeirri
kynslóð, sem nú lifir.“8
36
j