Morgunn


Morgunn - 01.06.1994, Page 39

Morgunn - 01.06.1994, Page 39
MORGUNN Ástæða er til að taka undir þessi orð, en um leið er það ljóst að það er í gegnum predikanir hans sem maður kemst næst Haraldi Níelssyni bæði sem persónu og sem presti. Þar sagði hann sína meiningu hreint út og þar glúndi hann við þau viðfangsefni sem honum þóttu erfið og mikilvæg. Þótt hann væri ekki prestsvígður fyrr en árið 1908 flutti hann oft predikanir í dómkirkjunni í Reykjavík eítir að hann kom frá námi. í föstupredikun í dómkirkjunni 8. mars 1899 gefur Haraldur sjálfur innsýn inn í þá stöðu sem predikarinn í Reykjavík var í um aldamótin: Kæru tilheyrendur, einnig hér á meðal vor hefir orðið vart við all-mikinn mótþróa móti kristindóminuin undanfarin ár; trúin á hinn krossfesta Krist hefir án efa vikið úr margra hjörtum og efinn hefír sýkt og lamað enn fleiri. En svo vonum vér og, að Drottinn sendi sinn vorblæ einnig inn yfir land vort, vonum að þrá eftir sannleikanum megi einnig vakna í brjóstum þessarra landsbama. - Og vissulega má telja það vott um, að kristindómurinn eigi sér enn marga áhangendur meðal vor, að svo margir vilja koma hér saman á þessum föstutíma til þess að hlýða á lestur píslarsögu frelsarans og til þess að syngja hina andlegu söngva, er svalað hafa svo mörgum hjörtum um liðnar aldir. En sé því svo varið, þá má einnig ganga að því vísu, að hér meðal vor séu mörg hjörtu, sem enn spyrja: hvað er sannleikur? Ekki með sama hugarfari og Pilatus - samblandi efasemdar og fyrirlitningar, heldur með virkilegri sannleiksþrá í hjaita sínu, en jafnframt með efablöndnum kvíða.“ Kafli úr föstupredikuninni ,JStiíð - og þó friður“, sem Haraldur flutti í dómkirkjunni í Reykjavík þremur ámm síðar, þann 12. mars 1902, gefur einnig góða innsýn í þær aðstæður sem predikari af hans gerð var í á þessum tíma. Hún sýnir að predikun kirkjunnar var á tímamótum og sennilega hefur enginn predikari hér á landi á þeim tíma skynjað þessi tímamót jafnsterkt á sjálfum sér og einmitt 37

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.